fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Snorri og Bergþór biðjast afsökunar á ummælum sínum – „Pælingin okkar var aldrei að verja nauðgara“

Máni Snær Þorláksson, Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 09:16

Bergþór og Snorri - Skjáskot/Spotify

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræðurnir Bergþór og Snorri Mássynir eru umsjónarmenn eins vinsælasta hlaðvarps landsins, Skoðanabræður. Skoðanabræðurnir fá reglulega til sín góða gesti í hlaðvarpinu og ræða þar allt milli himins og jarðar. Þættirnir eru ókeypis en aðdáendum þáttarins býðst að greiða áskriftargjald í gegnum forritið Patreon. Þeir sem gera það fá þá einnig aðgang að aukaþáttum en það er einmitt brot úr einum af þessum aukaþáttum sem vakti mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter í gær.

Í þættinum var rætt um bylgjuna af ásökunum um kynferðislegt ofbeldi Auðar sem hefur riðið yfir Twitter undanfarnar vikur. Mikið hefur verið deilt af skjáskotum á samfélagsmiðlinum þar sem talað er um meint kynferðisofbeldi tónlistarmannsins en bræðurnir töluðu um þessi skjáskot í þættinum.

„Þetta Twitter dót sem er í gangi núna, með allt þetta MeToo, eftirköstin af því öllu, þá eru krakkar að taka mark á screenshotum af screenshotum þar sem einhver segir: já vinkona mín sagði að vinkona hennar hafi sagt þetta,“ segir Bergþór í þættinum og Snorri tekur undir.

„Já þetta er orðið rosalega undarlegt og fólk póstar þessu á netið eins og þetta sé sannleikur. Okei, ef fólk hefur brotið á fólki, ræðum það og gerum það opinbert. En að þetta fari allt í sama pott þá er þetta svo mikil sturlun.“

„Pælingin okkar var aldrei að verja nauðgara“

Þessi orð bræðranna sköpuðu úlfúð hjá einum netverja sem deildi broti úr þættinum á Twitter. „Ömurlegt að sjá fólk nota platformið sitt í að deila vitleysu, þessu var notabene postað Í DAG,“ segir netverjinn í færslunni sem vakið hefur athygli og reiði hjá sumum. „Þolendur þurfa bara að vera duglegri að temja sér almennilega heimildavinnslu…. ertu ekki að fokking djóka!!“ segir til að mynda í einni athugasemd við færsluna.

Það leið ekki á löngu þar til Bergþór steig fram og baðst afsökunar á ummælum þeirra bræðra en hann gerði það í athugasemd við færslu netverjans á Twitter. „Ég er sammála að þetta er hræðilegt take. Tókum þetta upp á laugardaginn, settum inn og pældum ekki meira í þættinum en hefðum átt að gera það. Pælingin okkar var aldrei að verja nauðgara eða umræddan tónlistarmann. Það er skýrt að hann hefur beitt ofbeldi,“ segir Bergþór og heldur áfram.

„Stupid að vera að velta okkur upp úr leiðum fólks til að segja sínar erfiðustu sögur. Við hugsum of mikið upphátt í þessum þáttum en við vonum að hlustendur viti að við stöndum ekki fyrir svona kjaftæði. Við lærum af þessu og biðjumst afsökunar á að hafa gert lítið úr þessu. Munum vanda okkur betur héðan í frá.“

Ljóst er að athugasemdin féll vel í kramið hjá netverjanum sem birti upphaflegu færsluna en Bergþóri er hrósað fyrir að taka ábyrgð á orðunum sem voru látin falla í þættinum.

„Fórum aðeins fram úr okkur“

Snorri tekur undir orð bróður síns í samtali við blaðamann. „Ég hef ekki mikið við þetta að bæta. Við vorum að hugsa upphátt í þættinum eins og við gerum iðulega og fórum aðeins fram úr okkur með vangaveltur sem eru ekkert endilega okkar. Það er ekki okkar að vera að velta fyrir okkur miðlunarleiðum fólks. Ef eitt og eitt ósatt screenshot fer í dreifingu á Twitter þá er það aldrei jafn slæmt og að þolendum sé ekki trúað,“ segir Snorri og bætir við að gagnrýnin á orð þeirra sé mjög skiljanleg.

„Ég held að þetta séu dæmi um samræður sem margir eru að eiga. Fólk er að reyna að átta sig á því í allri þessari umræðu, hverju maður á að trúa og við erum að læra það upp á nýtt sem samfélag. Ég efast ekki um að margir hafi átt mjög svipuð samtöl í einrúmi, velt því fyrir sér hvað virkar og hvað virkar ekki í þessu verkefni sem er að uppræta ofbeldi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi