fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Fréttir

Persónunjósnamálið á Bessastöðum – Engin svör berast frá lögreglu eða forsetaembættinu – „Ég sagðist ekki ætla að svara neinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engin svör hafa borist frá lögreglu vegna máls lögregluþjóns sem starfar við vöktun á Bessastöðum og sakaður er um einelti og persónunjósnir gagnvart starfsfólki. Yfirmaður lögreglumannsins bauð blaðamanni að senda sér skriflega fyrirspurn á föstudaginn en þegar gengið var eftir svörum í dag mátti skilja á honum að ekki hafi staðið til að svara fyrirspurninni.

Á Bessastöðum er starfrækt nokkurs konar útibú frá Lögreglustöð 2 í Hafnarfirði, en þar vinna nokkrir lögreglumenn á vöktum við að fylgjast með mögulega óviðkomandi umferð um svæðið. Umræddur lögreglumaður er sagður fara langt út fyrir verksvið sitt með því að skoða upptökur af efni, spóla fram og aftur í þeim og fylgjast þannig með ferðum tiltekinna starfsmanna. Hann er sakaður um að veita upplýsingar sem hann aflar með þessum hætti um ferðir tiltekinna starfsmanna til annarra starfsmanna á svæðinu og til yfirmanna sinna. Hann er ennfremur sakaður um að taka myndskeið á síma sinn upp úr myndefninu og sýna óviðkomandi.

Því er einnig haldið fram að lögreglumaðurinn hafi skrifað skýrslur um tvo starfsmenn á Bessastöðum, byggt á þessari skoðun á myndefni, og sent til fráfarandi forsetaritara.

Engin svör frá lögreglu né forsetaritara

DV hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að kvartað hafi verið bæði munnlega og skriflega yfir framferði lögreglumannsins til yfirmanns hans, Skúla Jónssonar, yfirlögregluþjóns og stöðvarstjóra á Lögreglustöð 2 í Hafnarfirði. Er DV bar málið undir Skúla sagðist hann vilja fá skriflega fyrirspurn sem hann myndi svara. Var það á föstudaginn og var fyrirspurnin send þá.

Svar við fyrirspurninni hefur ekki borist og þegar DV hafði samband við Skúla í dag til að ýta á eftir svörum þá sagði hann að ekki hefði staðið til að svara fyrirspurninni:

„Ég sagðist ekki ætla að svara neinu, ég bað þig bara um að senda fyrirspurnina,“ sagði Skúli.  Er blaðamaður bað um að segja af eða á um hvort hann hygðist tjá sig sagði hann:

„Talaðu bara við Ásgeir Þór yfirlögregluþjón. Við erum ekki að tjá okkur um þetta.“

Vísaði hann þar á Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón hjá almennri löggæslu. DV hafði samband við Ásgeir sem sagði: „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnir þessari öryggisgæslu í umboði Ríkislögreglustjóra sem er ábyrgur fyrir henni. Við höfum ákveðið að það sé rétt að þeir sem bera ábyrgð á öryggisgæslunni, sem eru Ríkislögreglustjóri og forsetaembættið, tjái sig um þessi mál.“

DV mun senda fyrirspurn á Ríkislögreglustjóra vegna málsins í dag en hefur þegar verið í sambandi við nýráðinn forsetaritara, Sif Gunnarsdóttur. Sif hefur nýtekið við starfinu og hafði síðast er DV hafði samband við hana ekki fengið ráðrúm til að setja sig inn í málið. Hefur hún gefið fyrirheit um svör á næstunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ekið á hjólreiðamann
Fréttir
Í gær

Nýjar „skeiðar“ í skyrdósum gerðu allt brjálað á Matartips – „Þetta er svo mikið helvítis rugl“

Nýjar „skeiðar“ í skyrdósum gerðu allt brjálað á Matartips – „Þetta er svo mikið helvítis rugl“
Fréttir
Í gær

Allt stopp í Kömbunum eftir þriggja bíla árekstur

Allt stopp í Kömbunum eftir þriggja bíla árekstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður grímuskyldan – Allt um nýju sóttvarnatakmarkanirnar

Svona verður grímuskyldan – Allt um nýju sóttvarnatakmarkanirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona bregst þjóðin við fréttunum: „Ég vil að ríkisstjórnin taki aðra þotu á leigu og skelli sér í langt frí til Norður-Kóreu“

Svona bregst þjóðin við fréttunum: „Ég vil að ríkisstjórnin taki aðra þotu á leigu og skelli sér í langt frí til Norður-Kóreu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viggó furðar sig á viðbrögðum íslenskra sóttvarnayfirvalda – „Við erum bólusett. Hættan vegna þessara smita er hverfandi“

Viggó furðar sig á viðbrögðum íslenskra sóttvarnayfirvalda – „Við erum bólusett. Hættan vegna þessara smita er hverfandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar á nálum yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar – „Allir ráðherrar í hvítvínslegi í hitanum fyrir austan og harðneita því að stöðva sumarið“

Íslendingar á nálum yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar – „Allir ráðherrar í hvítvínslegi í hitanum fyrir austan og harðneita því að stöðva sumarið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grunsamlegar mannaferðir í Reykjavík

Grunsamlegar mannaferðir í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skipulagt eggjagengi herjar á börn sem keppa á ReyCup – „Hópurinn er ógnandi“

Skipulagt eggjagengi herjar á börn sem keppa á ReyCup – „Hópurinn er ógnandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögmaður telur fyrirtækjum heimilt að skikka fólk í skimun vegna kórónuveirunnar

Lögmaður telur fyrirtækjum heimilt að skikka fólk í skimun vegna kórónuveirunnar