fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Orkusalan vissi ekki að Interpol hafði leitað að nýja fjármálastjóranum fyrir lögregluna – „Félagið hefur ekkert til saka unnið“

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 8. júní 2021 09:00

Elísabet Ýr starfaði áður hjá Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundin greindi frá því í gær að nýráðinn fjármálastjóri Orkusölunnar, Elísa­bet Ýr Sveins­dótt­ir, er meðal þeirra Íslendinga sem namibíska lögreglan reyndi að hafa uppi á með aðstoð Interpol. Þetta sýna gögn sem lögð voru fram fyrir namibískum dómstólum.

Þá kemur einnig fram í frétt Stundarinnar að Elísabet Ýr hafi í fyrra starfi sínu komið að að millifærslum Samherjafélaga á Kýpur inn á leynireikning fyrrverandi stjórnarformanns Fischor, millifærslur sem nú eru rannsakaðar sem mögulegar mútugreiðslur. Í beiðni til Interpol sagðist namibíska lögreglan gruna Elísabetu Ýr um lögbrot en hún hefur ekki verið ákærð og hefur ekki réttarstöðu grunaðrar við rannsóknina.

Tilkynnt var í gær um ráðningu Elísabetar Ýrar sem fjármálastjóra Orkusölunnar. Þar segir að hún hafi undanfarin tvö ár starfað sem sérfræðingur á fjármálasviði Samherja. Áður sinnti hún mismunandi sérfræðistörfum fyrir Samherja í Evrópu, meðal annars á sviði greininga og viðskiptagreindar. Hún er viðskiptafræðingur frá Bifröst og lauk meistaragráðu í Stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind árið 2014 frá Háskólanum í Reykjavík.

Orkusalan er dótturfyrirtæki RARIK ohf. og að fullu í eigu íslenska ríksins.

Tjá sig ekki um málefni einstakra starfsmanna

DV sendi fyrirspurn til Orkusölunnar í framhaldi af frétt Stundarinnar. Í svörum frá Orkusölunni segir að ekki hafi verið til staðar vitneskja fyrir ráðninguna um aðkomu Elísabetar Ýrar að millifærslunum hjá Samherja sem eru rannsakaðar sem mögulegar mútugreiðslur og ekki heldur að namibíska lögreglan hafi óskað eftir aðstoð Interpol við að hafa uppi á henni vegna rannsóknarinnar.

DV spurði einnig:

„Ef þessi vitneskja var ekki til staðar, koma þessar upplýsingar til með að hafa áhrif á störf Elísabetar innan Orkusölunnar?“ en svarið er á þá leið að Orkusalan tjái sig ekki um málefni einstakra starfsmanna.

og

„Telja hæstráðendur innan Orkuveitunnar það geta haft skaðlega áhrif á ímynd Orkusölunnar að fjármálastjóri hafi komið að meintum mútugreiðslum í alþjóðlegri rannsókn?“ sem Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri svarar með orðunum:

„Orkusalan harmar mjög að félagið sé dregið inn í umræðuna með þessum hætti enda ekkert sem félagið hefur til saka unnið.  Faglega var staðið að ráðningunni í samvinnu við ráðningarstofu okkar VinnVinn.“

Auglýst eftir fjármálastjóra

Orkusalan auglýsti starf fjármálastjóra í fjölmiðlum í janúar síðastliðnum. Í auglýsingunni kom meðal annars fram að fjármálasviði fyrirtækisins hafi hingað til verið útvistað, að viðkomandi þurfi að sjá um uppbyggingu fjármálasviðsins, og hafa reynslu af gerð og innleiðingu verkferla.

Hæfnis- og menntunarkröfur í auglýsingunni voru eftirfarandi:

„Háskólapróf á sviði viðskipta eða rekstrar, meistaragráða æskileg.
Haldgóð reynsla af fjármálastjórnun.
Reynsla og þekking á áætlanagerð og uppgjörum.
Reynsla af greiningarvinnu og framsetningu fjármálaupplýsinga.
Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði.
Reynsla af umbótaverkefnum og sjálfvirknivæðingu“

Sjá auglýsinguna í heild sinni:

Orkusalan_Fjarmalastjori_140121

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Í gær

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna