fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Myndband: Harkaleg hópslagsmál á Lækjartorgi í morgun – „Uuu ókei kannski ekki svo góð hugmynd að djammið sé komið aftur??“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 27. júní 2021 13:53

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af harkalegum hópslagsmálum á Lækjartorgi hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok. Mikill fjöldi karlmanna tóku þátt í slagsmálunum sem hafa vakið mikinn óhug meðal netverja á samfélagsmiðlinum.

DV ræddi við manninn sem birti myndbandið á TikTok en maðurinn staðfesti að slagsmálin áttu sér stað í nótt, skömmu eftir að skemmtistaðir lokuðu í miðbænum. Sá sem tók upp myndbandið var að ganga heim til sín þegar hann sá hvað var í gangi og ákvað þá að taka slagsmálin upp. Hann hefur þó ekki hugmynd um hvað olli slagsmálunum eða hvað hafði á gengið áður en þau hófust. Þá segist hann vera búinn að senda lögreglunni myndbandið í gegnum Facebook.

Í myndbandinu, sem sjá má hér fyrir neðan, má heyra mikil læti, bæði í þeim sem taka þátt í slagsmálunum og þeim sem eru á svæðinu. Ljóst er að fólkinu sem er statt á Lækjartorgi er verulega brugðið að sjá slagsmálin.

DV varar við myndbandinu en það er ekki fyrir viðkvæma.

@elfgrimetiktothetokuuu ókei kannski ekki svo góð hugmynd að djammið sé komið aftur?? ##hvaðerigangi

♬ original sound – elfgrime

Myndbandið hefur ratað út fyrir landsteinana á TikTok og hefur það því fengið mikið áhorf á skömmum tíma. Þá er myndbandið komið með töluverðan fjölda af athugasemdum, bæði frá Íslendingum og frá erlendum notendum samfélagsmiðilsins. Flestum er brugðið, sérstaklega við það að sjá þegar þrír einstaklingar sparka og kýla í liggjandi mann í myndbandinu. Þessir þrír einstaklingar eru svo harðlega gagnrýndir og kallaðir aumingjar. „Það þarf alveg sér tegund af aumingja til að sparka í liggjandi einstakling,“ segir til dæmis kona nokkur um þá. Maður nokkur segir svo að menn eins og þeir ættu að vera ákærðir fyrir tilraun til manndráps og kallar þá bleyður.

„Uuu ókei kannski ekki svo góð hugmynd að djammið sé komið aftur??“ segir maðurinn sem birti myndbandið á TikTok og taka einhverjir undir það í athugasemdunum. „Svo hallærislegt! Spurning um að taka fleiri þjóðir til fyrirmyndar, loka börum klukkan 01:00. Fólk fer fyrr heim í stað ofurölvunar undir morgun,“ segir til að mynda ein kona. „Væri mjög sniðugt að loka börunum klukkan 1-2 svo svona rugl eigi sér ekki stað,“ segir svo önnur kona.

Ekki eru þó allir sammála um ágæti þess að loka skemmtistöðum snemma. „Það er búið að vera opið til 1 í alveg nokkra mánuði og það breytir engu, fólk byrjar bara að drekka fyrr. Sá alveg slagi downtown í Covid,“ segir til dæmis einn notandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu