fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Heiðar minntist móður sinnar fyrir fullum Eldborgarsal – „Ég veit að hún hefði elskað að sjá þennan dag koma upp“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. júní 2021 19:10

Heiðar Snær við leiði móður sinnar. Skjáskot úr áhrifamiklu myndbandi Háskólans í Reykjavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar Snær Jónasson útskrifaðist með MSc gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík 19. júní. Sorgin knúði dyra á námstímanum og Heiðar lýsti því í hátíðarávarpi við útskriftina í Hörpu hvernig skóli getur verið mikið meira en bara stofnun sem gefur út prófskírteini.

„Fyrir tæpu ári síðan var minn besti vinur og mesta fyrirmynd, hún mamma mín, bráðkvödd. Hún var alltaf spenntust fyrir útskriftunum. Það var hennar draumur að fá að sjá mig loksins útskrifast og alltaf þegar ég bætti við mig námi sagði hún alltaf: Jæja, er þetta ekki komið gott? Ég veit að hún hefði elskað að sjá þennan dag koma upp,“ sagði Heiðar Snær í ræðu sinni sem HR deilir á Facebooksíðu sinni.

Móðir hans, Sigrún Ragna Skúladóttir, varð bráðkvödd þann 10. ágúst á síðasta ári.

Háskólinn í Reykjavik deilir áhrifaríku myndbandi þar sem Heiðari er fylgt að leiði móður sinnar og þar sem hann minnist hennar við útskriftina fyrir fullum sal í Hörpu.

„Kennarar, skrifstofa verkfræðideildar, fjölmargir starfsmenn og nemendur stóðu þétt við bakið á mér á þessum erfiða tíma og allt til dagsins í dag. Ég tala ekki bara fyrir sjálfan mig þegar ég segi að Háskólinn í Reykjavík er svo miklu meira en menntastofnun og miklu meira en byggingin. Hann er samfélag og hann er samfélagið okkar.

Þið megið vera stolt af ykkur og sérstaklega stolt af þeim samfélagslega lærdómi og þroska sem þið hafið bætt við ykkur og haldið vonandi áfram um ókomna tíð,“ sagði Heiðar.

Færsluna frá HR og myndbandið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik