fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Fréttir

Vildu koma lögreglumanni í steininn fyrir að leggja ekki hald á kannabisvökva

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 19:00

mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður var fyrir Landsrétti í dag sakaður um vanrækslu og hirðuleysi í starfi með því að hafa látið hjá líða í starfi sínu sem lögreglumaður við leit í húsnæði að leggja hald á kannabisblandaðan vökva sem þar var og fyrir að hafa ekki framkvæmt frekari leit að fíkniefnum í húsnæðinu.

Áfrýjaði ákæruvaldið dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað lögreglumanninn.

Lögreglumaðurinn bar við í héraðsdómi að hann hefði ekki séð önnur kannabisefni við húsleitina en 300-500 millilítra af gruggugu og skítugu vatni í potti sem vitni hefði vísað lögreglumönnum á. Sagðist lögreglumaðurinn hafa leitað af sér allan grun um að önnur kannabisefni væru í húsnæðinu. Umrætt vitni hefði upplýst að hann væri að búa til kannabisolíu í pottinum þar sem skítuga vatnið var en lögreglumaðurinn sagði fyrir rétti að kannabisefni væru ónýt eftir suðu.

Lögreglumaðurinn sagði að hann hefði ekki talið réttlætanlegt að snúa öllu við í húsnæðinu. Hann hefði þó leitað eitthvað úti í garði enda þekkt að fíkniefni væru stundum grafin í jörðu. Hann kom þó ekki auga á 10 lítra fötu hálffulla af kannabislaufum sem þarna mun hafa verið.

Maðurinn er sakaður um að hafa brotið 141. grein almennra hegningarlaga: „Opinber starfsmaður, sem sekur gerist um stórfellda eða ítrekaða vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 1 ári].“

Það er túlkun Landsréttar á þessari lagagrein að til þurfi að koma ásetningur og telur dómurinn að ásetning hafi skort hjá lögreglumanninum í þessu tilviki.

Var hann því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og telst saklaus af ákæru um að hafa brotið af sér í starfi.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ekið á hjólreiðamann
Fréttir
Í gær

Nýjar „skeiðar“ í skyrdósum gerðu allt brjálað á Matartips – „Þetta er svo mikið helvítis rugl“

Nýjar „skeiðar“ í skyrdósum gerðu allt brjálað á Matartips – „Þetta er svo mikið helvítis rugl“
Fréttir
Í gær

Allt stopp í Kömbunum eftir þriggja bíla árekstur

Allt stopp í Kömbunum eftir þriggja bíla árekstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður grímuskyldan – Allt um nýju sóttvarnatakmarkanirnar

Svona verður grímuskyldan – Allt um nýju sóttvarnatakmarkanirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona bregst þjóðin við fréttunum: „Ég vil að ríkisstjórnin taki aðra þotu á leigu og skelli sér í langt frí til Norður-Kóreu“

Svona bregst þjóðin við fréttunum: „Ég vil að ríkisstjórnin taki aðra þotu á leigu og skelli sér í langt frí til Norður-Kóreu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viggó furðar sig á viðbrögðum íslenskra sóttvarnayfirvalda – „Við erum bólusett. Hættan vegna þessara smita er hverfandi“

Viggó furðar sig á viðbrögðum íslenskra sóttvarnayfirvalda – „Við erum bólusett. Hættan vegna þessara smita er hverfandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar á nálum yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar – „Allir ráðherrar í hvítvínslegi í hitanum fyrir austan og harðneita því að stöðva sumarið“

Íslendingar á nálum yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar – „Allir ráðherrar í hvítvínslegi í hitanum fyrir austan og harðneita því að stöðva sumarið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grunsamlegar mannaferðir í Reykjavík

Grunsamlegar mannaferðir í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skipulagt eggjagengi herjar á börn sem keppa á ReyCup – „Hópurinn er ógnandi“

Skipulagt eggjagengi herjar á börn sem keppa á ReyCup – „Hópurinn er ógnandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögmaður telur fyrirtækjum heimilt að skikka fólk í skimun vegna kórónuveirunnar

Lögmaður telur fyrirtækjum heimilt að skikka fólk í skimun vegna kórónuveirunnar