fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fréttir

Engin svör berast frá Landlækni um Skúla – Fékk endurnýjað lækningaleyfi þrátt fyrir kæru um manndráp og áfellisdóm eftir rannsókn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 21:30

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Sjúkrahúsið í Keflavík. Mynd: Pjetur Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engin svör hafa borist frá Landlæknisembættinu um mál læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar sem í maímánuði fékk lækningaleyfi sitt endurnýjað. Hann var sviptur lækningaleyfi tímabundið eftir að rannsókn Landlæknisembættisins á dauða konu sem lagðist inn til hvíldarmeðferðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leiddi í ljós að Skúli hafði sett konuna í lífslokameðferð að tilefnislausu.

Börn konunnar hafa staðhæft í fjölmiðlum að logið hafi verið að þeim um ástand móður þeirra, þ.e. að hún væri dauðvona. Rannsókn Landlæknisembættisins leiddi í ljós að hún hafði enga lífsógnandi sjúkdóma og var ekki í lífshættu. Hún lagðist inn til að hvíla sig en var sett í meðferð sem dró hana til dauða, meðal annars vegna vannæringar og inntöku sterkra lyfja sem hún hafði aldrei notað og voru henni fullkomlega ónauðsynleg og skaðleg.

Skúli fékk úthlutað svokölluðu takmörkuðu starfsleyfi þann 12. maí síðastliðinn. DV greindi frá þessu 2. júní, eftir að Eva Hauksdóttir, eitt af börnunum konunnar sem lést af völdum Skúla, vakti athygli á málinu.

Börn konunnar kærðu Skúla fyrir manndráp af ásetningi, þar sem þau telja hann hafa vitað vel að konan þurfti ekki á lífslokameðferð að halda en hann hafi engu að síður kosið að setja hana í sömu meðferð og dauðvona sjúklingar sem þjáist af verkjum eru settir í. Telja þau því ásetninginn vera skýran.

Þann 2. júní hafði DV samband við Evu Hauksdóttur, eina af systkinunum, og spurði hana út í gang lögreglurannsóknarinnar. Segir Eva að rannsóknin gangi hægt og erfitt sé að fá skýrar upplýsingar um hana. Hafði Eva rætt við lögreglu um stöðu málsins skömmu áður. Aðstandendur í svona tilvikum eiga rétt á að vita um gang lögreglurannsóknar en þeir hafa ekki rétt á aðgangi að rannsóknargögnum. Eva veit því ekki hverjir hafa gefið skýrslu í málinu fyrir utan að systir hennar hefur gert það. Einnig veit Eva til þess að aðstandandi annars sjúklings Skúla hefur gefið skýrslu hjá lögreglu. Eva veit ekki hvort lögregla hefur yfirheyrt Skúla en efast um það.

„Ef grunur léki á að öryrki hefði drepið lækni þá efast ég ekki um að öryrkinn yrði yfirheyrður samdægurs og settur í varðhald,“ segir Eva og er ekki sátt við seinaganginn í rannsókninni. „Ég veit líka ekki til þess að hann hafi verið settur í farbann en hann hann á bakland í Bandaríkjunum,“ segir hún ennfremur.

Eva segist ekki vita hvort nauðung í reglum krefjist þess að Skúli fái annað tækifæri eins og hér virðist hafa átt sér stað. „Ef svo er þarf að breyta reglunum,“ segir hún.

Landlæknisembættið lofar svörum en ekkert bólar á þeim

DV óskaði eftur skýringum hjá Landlæknisembættinu á því hvers vegna Skúli hefði fengið endurnýjað lækningaleyfi. Í tölvupósti sem DV sendi embættinu 2. júní var spurt eftirfarandi spurninga:

  1. Felur takmarkað starfsleyfi í sér að læknirinn starfi undir eftirliti? Ef ekki, hvað felur það í sér?
  2. Er einhver nauðung í reglum sem felur í sér að læknir sem sviptur hefur verið starfsleyfi verði að fá annað tækifæri innan tiltekins tíma?
  3. Er eitthvað annað í reglum um starfsleyfi lækna sem gæti varpað ljósi á þetta mál?

Svar barst frá Kjartani Hreini Njálssyni, aðstoðarmanni Landlæknis, fjórum dögum síðar, eða 6. júní, og segir þar:

„Sæll Ágúst. Erindið er móttekið og komið í vinnslu. / Kveðja. Kjartan Hreinn“

Þann 22. júní hefur svarið hins vegar enn ekki borist. Kallað var eftir svarinu fyrir nokkrum dögum en þeim tölvupósti var ekki svarað.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. tjáir sig um kærurnar – „Kannski vill lögreglan gera húsleit“

Sigurður G. tjáir sig um kærurnar – „Kannski vill lögreglan gera húsleit“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“