fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fréttir

Tók við stjórnarformennsku í félagi Sigga Hakkara – „Svo byrjuðu fyrirtækin að hringja og heimta að ég borgaði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. júní 2021 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur maður kom til Reykjavíkur í atvinnuleit. Í gegnum kunningsskap fékk hann þessa fínu en dálítið skrýtnu vinnu við að taka við vörupöntunum hjá Sigurði Inga Þórðarsyni, öðru nafni Sigga hakkara, og sækja pantaðar vörur af ýmsu tagi til til verslana. Ungi maðurinn var jafnframt beðinn um að taka að sér stjórnarformennsku í félaginu.

Fyrirtækið sem maðurinn starfaði fyrir heitir Borgarvík. Starfsemi þess er sögð vera útleiga á iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði. Framkvæmdastjóri er skráður Ólafur Ólafsson.

Eftirgrennslanir svikinna viðskiptavina Borgarvíkur hafa leitt í ljós að engin önnur starfsemi er á bak við þetta nafn önnur en sú að komast í reikningsviðskipti hjá allskonar verslunum, panta vörur og sækja þær en greiða ekki pantanirnar. Verslunareigandi einn hefur látið DV í té upplýsingar um þessa starfsemi. Hann segist aldrei munu endurheimta það fé sem hann hefur glatað í svikamyllu Sigga hakkara en hann vilji stuðla að því að forða öðrum fyrirtækjum frá sama skaða, þess vegna vill hann að fjölmiðlar haldi áfram að fjalla um þessi kerfisbundnu svik sem snúast um reikningsviðskipti fyrirtækja sem rekin eru á gildum en gömlum kennitölum sem ekki hafa neina starfsemi lengur, og reikningarnir eru aldrei borgaðir.

Áður hefur DV fjallað um tilburði félagsins Meindýravarnir Íslands. Í að minnsta kosti einu tilviki kom Siggi sjálfur í verslunina sem pantað hafði verið hjá og reyndi að sækja vörusendingu að verðmæti 300.000 krónur. Eigandinn bar kennsl á Sigga og stöðvaði viðskiptin:

Siggi hakkari grunaður um stórtækt svindl í vöruúttektum 

Kennitalan sem Meindýravarnir Íslands er skráð á tilheyrði áður meindýraeyði úr Öxafirði sem hefur verið starfandi frá árinu 1979. Ber fyrirtæki meindýraeyðisins einnig nafnið Meindýravarnir Íslands og er gamla meindýraeyðinum meinilla við að Siggi hakkari sé að nota nafnið á starfsemi hans fyrir afar vafasöm reikningsviðskipti í Reykjavík. DV greindi einnig frá þessu:

Meindýraeyðir í Öxarfirði ósáttur við Sigga hakkara

Borgarvík sendi út tölvupósta á fyrirtæki þar sem óskað var eftir að komast í reikningsviðskipti. Voru þeir póstar keimlíkir póstum sama erindis sem Meindýravarnir Íslands hafa sent undanfarið. Þau viðskipti Borgarvíkur sem hér er greint frá áttu sér stað á síðasta ári. Pósturinn var eftirfarandi:

„Svo byrjuðu fyrirtækin að hringja“

Ungi maðurinn sem ráðinn var til að ná í vörusendingar fyrir Borgarvík og var samtímis því gerður að stjórnarformanni fyrirtækisins segist hafa misst starfið vegna þess að hann missti ökuréttindi sín. En fljótlega eftir það varð honum ljóst um hvers konar svikastarfsemi var að ræða: „Svo byrjuðu fyrirtækin að hringja og heimta að ég borgaði,“ segir maðurinn en hann sat í súpunni því hann hafði kvittað undir móttöku allra varanna og var skráður stjórnarformaður. Maðurinn segist þó vera búinn að losna úr stjórnarformennskunni.

Varðandi það hvers vegna hann hefði orðið við þeirri beiðni að gerast stjórnarformaður hjá fyrirtæki sem hann var nýbyrjaður að starfa hjá og þekkti lítið sem ekkert til, þá svaraði ungi maðurinn DV: „Ég hafði ekki hugmynd um hvernig fyrirtæki virka og mér var sagt að þetta yrði bara í stuttan tíma. Þeir þyrftu bara nafn af því einhver hafði hætt.“

Meint bílaleigusvindl Sigga hakkara

Fyrirtækiseigandinn sem benti DV á svindlið í kringum Borgarvík segir að Siggi tengist einnig Byggingarfélaginu Sólhofi ehf. sem sagt er hafa stundað sambærileg fjársvik og Meindýravarnir Íslands og Borgarvík: „Strákur sem ég þekki vinnur á ákveðinni bílaleigu fékk tölvupóst í lok síðasta árs um að félögin Borgarvík ehf og Byggingafélagið Sólhof ehf væru á bannlista þar sem Sigurður Þórðarson stæði á bakvið þau og væru búin að svíkja út töluverðan pening af öðrum bílaleigum.“

Þess má geta að sami eigandi er skráður að Byggingarfélaginu Sólhofi og Borgarvirki, Ólafur Garðar Ólafsson heitir hann.

Siggi hakkari játar og neitar

DV náði sambandi við Sigga hakkara. Hann sagðist ekki tengjast Byggingarfélaginu Sólhofi með neinum hætti, hann viðurkenndi þó einhver tengsl við Borgarvík og Meindýravarnir Íslands. DV spurði þá Sigga að því hvort hann viðurkenndi að það væru í raun engar meindýravarnir á vegum Meindýravarna Íslands. Siggi svaraði:

„Ég mæli bara með því að þú hringir í nafna minn sem á Meindýravarnir.“  – Sá maður heitir Sigurður Brynjar Guðlaugsson en DV hefur ekki náð í hann þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Er DV spurði Sigga hvernig hann tengdist Meindýravörnum Íslands þá sagðist hann ekki tengjast þeim neitt fyrir utan það að þekkja eigandann.

Varðandi tengsl við Borgarvík þá sagði Siggi að þau væru mjög lítil. DV greindi honum þá frá því að fyrrverandi starfsmaður og stjórnarformaður fyrirtækisins hefði sótt vörupantanir til hans, Sigga, og farið með þær í fyrirtæki og sótt vörur. Siggi viðurkenndi þá að það væri satt.

DV spurði þá Sigga: Viðurkennir þú að þessi fyrirtæki hafi farið í reikningsviðskipti og tekið út vörur á fölskum forsendum?

Siggi svaraði: „Ég vil ekki tjá mig um það.“

Aðspurður kannast Siggi við að þessi mál séu til rannsóknar hjá lögreglu. Hann vill ekki segja hvort hann hafi játað eða neitað sök í skýrslutökum hjá lögreglu. „Þetta er bara í rannsókn og við sjáum hvað kemur út úr því.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan útilokar ekki kosningasvindl – Salurinn ekki læstur líkt og Ingi hélt fram

Lögreglan útilokar ekki kosningasvindl – Salurinn ekki læstur líkt og Ingi hélt fram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trúboðinn Eiríkur í Omega fékk skilorðsbundna 10 mánuði og 109 milljóna sekt

Trúboðinn Eiríkur í Omega fékk skilorðsbundna 10 mánuði og 109 milljóna sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ölvaður ók á stólpa

Ölvaður ók á stólpa