fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Nýja stjórnarsKRÁIN opin í dag – Konur taka höndum saman

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 19. júní 2021 11:30

English Pub við Austurstræti í Reykjavík verður breytt í krána Nýja stjórnarSKRÁIN í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá standa fyrir fjölda viðburða víða um land í dag, á Kvenréttindadaginn 19. júní. Samtökin setja einnig fram þá kröfu, enn og aftur, að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs frá árinu 2012.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Í dagskránni vekur sérstaka athygli að English Pub í Reykjavík og veitingahúsinu Heimabyggð á Ísafirði sömuleiðis verður breytt úr krám í stjórnarsKRÁR. Það verða því tvær nýjar stjórnarsKRÁR opnar í dag.

Sjá nánar dagskrá dagsins í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri samkvæmt tilkynningunni frá Samtökum kvenna um nýja stjórnarskrá:

 

Dagskrá Reykjavík 

– Mæðragarður við Lækjargötu og Austurvöllur, kl. 12:30 – 16:00

Við komum saman í Reykjavík í veglegri dagskrá!

Viðburðurinn sjálfur á Facebook: https://www.facebook.com/events/1213479919104821

12:30 Mæðragarður við Lækjargötu

✨Forman okkar Greta Ósk Óskarsdóttir flytur okkur stutta tölu og við syngjum saman. Síðan göngum við saman með kröfur okkar eftir Vonarstræti og að Austurvelli.

13:00 – 16:00 Austurvöllur

✨ English pub breytist í Nýju stjórnarKRÁNNA! Þar verða tilboð á sérstökum drykkjum í tilefni dagsins, Gleymérei og Ótíndri Gleymérei (virgin). Einnig verður hægt að kaupa Auðlindir (bjór) og Létt auðlindir! Við munum bæði sitja saman á Austurvelli og inni á Nýju stjórnarKRÁNNI, svo ekki er vitlaust að taka með lautarferðarteppi.

✨ Lay Low og Töfrabrassbandið stíga á stokk og frumflytja m.a. nýja brass-útsetningu á lagi Lay Low Aðfaraorð eftir Inga Garðar Erlendsson! Upprunalega útsetningin og lagið eru eftir Lay Low og var hluti af sýningu Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar: Töfrafundur- áratug síðar. Saman ætlum við að syngja með! Textann er auðvitað að finna sem aðfaraorð í Nýju stjórnarskránni.

✨Hið frábæra Töfrabrassband skipa kjarnakonurnar: Ásdís Þórðardóttir; trompet – Unnur Jenný Jónsdóttir; trompet – Liv Sjømoen; euphonium – Jóna María Ólafsdóttir; horn – Andrea Ýr Björnsdóttir; básúna – Þórhildur Guðmundsdóttir; túba – Þórunn Eir, horn – Hugrún Elfa Sigurðardóttir, básúna og Ásta Hlíf Harðardóttir, trompet.

✨Forman og varaforman okkar, Greta Ósk Óskarsdóttir og Ósk Elfarsdóttir, stíga á svið og flytja okkur hughrífandi ræðu í tilefni dagsins.

✨ Söng- og leikkonan Telma Huld Jóhannesdóttir flytur okkur m.a. hið frábæra: Nýja stjórnarskrárlagið! Texti lagsins er eftir hana. Enn og aftur brestum við saman í söng!

✨Brot úr verkinu Töfrafundur – áratug síðar eftir Ólaf og Libiu verður flutt í hátölurum á Austurvelli meðan við getum setið þar og hlýtt á. Í verkinu er öllum greinum Nýju stjórnarskrárinnar breytt í tónverk, af ýmsum tegundum tónlistar. Verkið fékk Myndlistarverðlaun Íslands á þessu ári. Verk sem ekkert okkar ætti að láta framhjá okkur fara!

✨Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Dagskrá Ísafirði 

– Veitingahúsið Heimabyggð, allan daginn fram á kvöld

Veitingahúsinu Heimabyggð á Ísafirði verður breytt í stjórnarsKRÁ á Kvenréttindadaginn þann 19. júní. Það verður líf og fjör  á StjórnarsKRÁNNI allan daginn fram á kvöld þar sem Nýja stjórnarskráin verður sungin, rædd og lofuð. Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir verður með myndlistarsýningu og óvæntar veitingar verða í boði. Hápunktur dagsins verður um kl. 14:00 þegar Hjördís Þráinsdóttir brestur í söng og hver veit nema hún leiði okkur allar í fjöldasöng. Kvennalúðrasveitin okkar mætir líka og hefur hátt!

 

Dagskrá Akureyri 

– Lystigarður Akureyrar, kl. 13:30

Stjórnarskrárstelpur á Norðurlandi ætla að stíga á svið í Lystigarði Akureyrar laugardaginn 19. júní kl. 13.30, sumarlegar og sætar. Nýja stjórnarskrárlagið okkar eftir Telmu Huld Jóhannesdóttur verður sungið, hátt og snjallt af sumum en aðrir láta sér bara nægja að brosa. Kjarnyrtar greinar úr Nýju stjórnarskránni verða lesnar þar sem við myndum fallegan hóp af staðföstum stelpum. Við erum með risastóran borða sem verður fyrir ofan sviðið, fullt af laumuspjöldum og slatta af kröfuspjöldum. Gerum þetta saman, rokkum þetta á laugardaginn stelpur!

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala