fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Fréttir

Ofurölvi par með 8 ára barn á veitingastað – Líkamsárásir og slys

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. júní 2021 06:39

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um ofurölvi par sem var með 8 ára barn með sér á veitingastað í miðborginni. Faðirinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir meint brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur og fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglunnar. Málið var unnið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld.

Á áttunda tímanum var maður handtekinn í miðborginni en hann er sagður hafa brotið rúðu í bifreið. Hann var í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu. Klukkustund áður var annar maður handtekinn í miðborginni en sá var einnig í annarlegu ástandi og var hann einnig vistaður í fangageymslu.

Í Bústaðahverfi var maður handtekinn um klukkan 23 en þar lá hann á götunni. Hann var ofurölvi og vildi ekki skýra frá hvar hann dvelur og var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Á tólfta tímanum var tilkynnt um líkamsárás í Bústaðahverfi. Gestkomandi veitti húsráðanda, sem er ung kona, áverka og stal úlpu, símum og fleiru. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglan kom.

Í miðborginni réðust 5-6 menn á tvo ölvaða menn og veittu þeim áverka. Árásarþolar ætluðu sjálfir að koma sér á bráðadeild. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi. Skömmu síðar var tilkynnt um aðra líkamsárás í miðborginni. Tveir menn eru sagðir hafa ráðist á þann þriðja og var hann með ljótan skurð á augabrún. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi.

Skömmu fyrir klukkan 02 datt maður af rafmagnshlaupahjóli í miðborginni. Hann hlaut áverka í andliti og 2-3 tennur brotnuðu. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Í Hafnarfirði kviknaði í gasgrilli á sjötta tímanum í gær. Lögreglumenn slökktu eldinn með duftslökkvitæki.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.  Með einum ökumanninum voru barnsmóðir hans og eins árs barn í för.

Á öðrum tímanum í nótt var ofurölvi stúlka handtekin í Árbæ. Hún tálmaði störf lögreglu, fór ekki að fyrirmælum og reyndi að slá lögreglumann. Hún var vistuð í fangageymslu. Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn voru að aðstoða aðra ofurölvi stúlku þegar sú handtekna veittist að þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýjar „skeiðar“ í skyrdósum gerðu allt brjálað á Matartips – „Þetta er svo mikið helvítis rugl“

Nýjar „skeiðar“ í skyrdósum gerðu allt brjálað á Matartips – „Þetta er svo mikið helvítis rugl“
Fréttir
Í gær

Allt stopp í Kömbunum eftir þriggja bíla árekstur

Allt stopp í Kömbunum eftir þriggja bíla árekstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður grímuskyldan – Allt um nýju sóttvarnatakmarkanirnar

Svona verður grímuskyldan – Allt um nýju sóttvarnatakmarkanirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona bregst þjóðin við fréttunum: „Ég vil að ríkisstjórnin taki aðra þotu á leigu og skelli sér í langt frí til Norður-Kóreu“

Svona bregst þjóðin við fréttunum: „Ég vil að ríkisstjórnin taki aðra þotu á leigu og skelli sér í langt frí til Norður-Kóreu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viggó furðar sig á viðbrögðum íslenskra sóttvarnayfirvalda – „Við erum bólusett. Hættan vegna þessara smita er hverfandi“

Viggó furðar sig á viðbrögðum íslenskra sóttvarnayfirvalda – „Við erum bólusett. Hættan vegna þessara smita er hverfandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar á nálum yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar – „Allir ráðherrar í hvítvínslegi í hitanum fyrir austan og harðneita því að stöðva sumarið“

Íslendingar á nálum yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar – „Allir ráðherrar í hvítvínslegi í hitanum fyrir austan og harðneita því að stöðva sumarið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grunsamlegar mannaferðir í Reykjavík

Grunsamlegar mannaferðir í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skipulagt eggjagengi herjar á börn sem keppa á ReyCup – „Hópurinn er ógnandi“

Skipulagt eggjagengi herjar á börn sem keppa á ReyCup – „Hópurinn er ógnandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögmaður telur fyrirtækjum heimilt að skikka fólk í skimun vegna kórónuveirunnar

Lögmaður telur fyrirtækjum heimilt að skikka fólk í skimun vegna kórónuveirunnar