fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Auði leið eins og geranda eftir að reiðar konur tættu skrif hennar í sig

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. júní 2021 09:10

Auður Jónsdóttir rithöfundur Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér leið eins og eftir þöggun. Mér leið líka eins og geranda,“ segir Auður Jónsdóttir rithöfundur, í pistli á Facebook-síðu sinni í gærkvöld. Auður er ein þeirra kvenna sem undanfarið hafa lýst yfir ákveðnum efasemdum með nýja bylgju #metoo sem reis í byrjun maí með fordæmingum á meintu ofbeldi fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar gegn fyrrverandi unnustu sinni, og náði líklega hámarki með útskúfun tónlistarmannsins Auðs snemma í janúar.

Efasemdirnar sem hafa verið viðraðar snúast um að oft sé verið að vega að mönnum fyrir með óljósar sakir og einnig sé óheppilegt að menn missi mannorð og viðurværi á grundvelli einhliða ásakana sem öflugir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum keyri áfram.

Hatrammar deilur brutust út um skrif Auðar á Facebook-vegg hennar þann 13. maí, þegar nýja metoo bylgjan var komin á fulla ferð, og konur tættu þau í sig á öðrum vettvangi. Auður var sökuð um gerendameðvirkni og sjálf leið henni eins og hún væri nánast orðin gerandi. Auður fer yfir málið í löngum pistli og segir meðal annars:

„Úr varð á endanum eitthvað debat á veggnum mínum þar sem einhverjar vildu rökræða við mig, ekkert alltof málefnalegt af minni hálfu, enda var ég létt pirruð eftir að hafa frétt af þessu á vef, þar sem mér skilst að séu fleiri en þúsund konur meðlimir, og þessar persónulegar pælingar mínar hafi ratað inn til tætingar. Allt í einu leið mér eins og ég væri nánast orðin gerandi. Ég hefði með þessum pælingum orðið það sem heitir gerendameðvirk. Fyrir vikið varð ég ennþá pirraðri á þessum blessaða spjallþræði, eftir að hann fór aftur í gang og nánast snerist gegn vitundarvakningu sem ég hef stutt heilshugar. Mér leið eins og það væri alveg sama hvað ég segði, það yrði allt lesið á versta veg og annan en hugsun mín væri. Ég hafði komið mér í eins konar kviksyndi. Með smá hugsunarleysi, já, en allir sem þekkja vegginn minn vita að ég stunda það að skrifa óritskoðað og pæla með pennanum. Í fyrsta sinn á ævinni leið mér óþægilega í marga daga eftir debatt. Mér leið eins og eftir þöggun. Mér leið líka eins og geranda. Mér leið eins og valdið hefði verið tekið frá mér, hvernig ég má upplifa gerendur í eigin lífi. Að rödd mín yrði að laga sig að greiningum sem ég var aðeins hugsi yfir. Mér leið líka eins og ég hefði meitt einhvern. Mér leið skringilega yfir að hafa sætt ávirðingum á lokuðum en fjölmennum vef án þess að geta tekið til varna.“

Auður segist hafa gert sig seka um óhefluð samskipti í þessum deilum. Hún segist mikið hafa kafað ofan í meðvirkni og andlegt ofbeldi í skrifum sínum, hún segist skrifa til að skilja og henni mislíkar að fá þau skilaboð að henni sé skylt að viðra tilteknar skoðanir á tiltekinn hátt:

„Ég hef skrifað greinar um ofbeldi sem hafa þótt hefur fengur í í umræðu, oftar en einu sinni, um þessi mál. Og farið í að greina flókin tilfinningamunstur í skáldsögum mínum og afleiðingar þeirra. Þetta er eilífðarverkefni mitt, þannig að það hefur verið gert grín að mér sem höfundi fyrir að skrifa of mikið um meðvirkni. Svo þegar ég upplifi í umræðu, eins og um daginn, að ef ég segi ekki A þá sé ég B, þá líður mér eins og það sé búið að taka risastóra narratívu frá mér. Stimpla mig með einhverju óréttlátu. Ég skrifa til að skilja. Skrifa til að heila. Skrifa til að finna orsakasamhengi. Merkingu. Greina. Eins og núna hér.“

Auður vill að við reynum að forða því að #metoo verði bylting sem étur börnin sín:

„En það er engin aðferð svo heilög eða fullkomin að það megi ekki spyrja spurninga. Samtal er lykillinn að þróun. Aðeins þannig fær mikilvæg hreyfing og vitundarvakning lifað. Annars étur byltingin börnin sín. Sem er slæmt, þegar byltingin er svo þörf. Umræða er ekki síst til að við fáum skilið hugsun okkar og getum þróað hana sem best.“

 

Sjá má hin umdeildu skrif Auðar um þessi mál frá 13. maí með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala