fbpx
Fimmtudagur 29.júlí 2021
Fréttir

Lögregluhrellir fer í grjótið – Hótanir, ofsóknir og brot á nálgunarbanni enduðu með 9 mánaða fangelsisdómi

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 16:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

36 ára gamall karlmaður var í morgun dæmdur í níu mánaða fangelsi, meðal annars fyrir að hafa ítrekað hótað tveimur lögreglukonum lífláti. Konurnar eru samkvæmt heimildum DV báðar með langa reynslu af lögreglustörfum.

Maðurinn er þá jafnframt sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn nálgunarbanni sem hann sætti gagnvart annarri lögreglukonunni og sætti hann gæsluvarðhaldi vegna brotsins frá 31. mars síðasta.

Ákæran gegn manninum var í fjórum liðum. Var hann þar sagður hafa í desember 2020 hringt í neyðarlínuna og hótað konunum tveimur og mökum þeirra lífláti. Um miðjan janúar hótaði maðurinn aftur lögreglukonu lífláti þar sem hún var stödd á heimili sínu og svo síðar þann sama dag, er maðurinn var staddur á lögreglustöðinni við Hverfisgötu hótaði hann þremur lögreglumönnum þar, auk fjölskyldum þeirra, lífláti og líkamsmeiðingum.

Um miðjan mars setti maðurinn sig í samband við þá sömu lögreglukonu og hann hafði hótað um miðjan janúar á Instagram og braut þannig gegn nálgunarbanni sem hann sætti.

DV ræddi við lögregluþjón sem þekkti til málsins í maí sem sagðist ekki getað tjáð sig um málið, en sagði það þó opinbera hve berskjaldaðir lögreglumenn væru fyrir brotum af þessu tagi. „Kerfið er einfaldlega ekki að virka,“ sagði nafnlaus lögreglumaður í samtali við DV þá.

Til frádráttar frá dómnum kemur gæsluvarðhald sem maðurinn sætti frá 31. mars til dagsins í dag. Samkvæmt heimildum DV hefur maðurinn gerst brotlegur við reglur fangelsis síðan hann kom á Hólmsheiði, og má því telja ólíklegt að hann sleppi með lágmarksdvöl í grjótinu, en fari svo að hann sitji af sér helming dómsins eins og reglur kveða á um, gæti hann verið laus, eða kominn á áfangaheimili eftir um tvo mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kylfuvopnaði maðurinn sem virðist ekki geta hætt að stela – Pizzastaður og rakarastofa í stórum hópi fórnarlamba

Kylfuvopnaði maðurinn sem virðist ekki geta hætt að stela – Pizzastaður og rakarastofa í stórum hópi fórnarlamba
Fréttir
Í gær

Sögð hafa dreift mynd af barni á klósetti á vistunarheimili fyrir börn með fatlanir – Verður dregin fyrir dóm í ágúst

Sögð hafa dreift mynd af barni á klósetti á vistunarheimili fyrir börn með fatlanir – Verður dregin fyrir dóm í ágúst