fbpx
Miðvikudagur 28.júlí 2021
Fréttir

Birkir braust úr sóttvarnahúsi til að misþyrma fyrrverandi maka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 15:00

Sóttvarnahúsið við Rauðarárstíg - Fosshótel Lind. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Viðar Reynisson, sem fæddur er árið 1984, var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot í nánu sambandi, brot gegn nálgunarbanni og brot gegn sóttvarnalögum.

Í stuttu máli braust Birkir út úr sóttvarnahúsinu við Rauðarástíg, Fosshóteli, alls þrisvar og í eitt skiptið fór hann heim til fyrrverandi sambýliskonu og misþyrmdi henni. Braut hann í leiðinni nálgunarbann.

Ofbeldisbrot Birkis gegn konunni eru þrjú samkvæmt ákæru. Þann 26. janúar síðastliðnn veittist hann að henni íbúð í Reykjavík og sló hana í andlit með þeim afleiðingum að konan hlaut bólgu og eymslu á vinstri vanga.

Þann 7. febrúar veittist hann með ofbeldi að sömu konu í kjallaraíbúð í Reykjavík og sló hana þremur höggum í andlit þar sem hún lá á gólfinu. Hlaut konan blóðnasir, skrámu á hægra gagnauga og bólgu á vinstri vanga.

Þann 18. mars réðst hann á sömu konu, aftur í kjallaraíbúðinni, tók hana hálstaki og sló hana þremur höggum í andlit með krepptum hnefa með þeim afleiðingum að konan hlaut mar í andliti, kjálkabrot, opið sár á augnsvæði og mar á augnloki og augnsvæði.

Í öllum þessum þremur tilvikum braut Birkir gegn nálgunarbanni sem sett hafði verið á hann til verndar konunni.

Þá yfirgaf hann sóttvarnahúsið sem hann átti að dveljast í vegna Covid-19 alls þrisvar og í eitt skipti til þess að fara heim til sinnar fyrrverandi og misþyrma henni, en það var þann 18. mars. Í eitt skiptið fór hann á krá.

Birkir játaði brot sín skýlaust og var það virt honum til refsilækkunar. Sýndi hann iðrun fyrir dómi. Á móti var horft til þess að hann á að baki nokkurn sakaferil og hann rauf skilorð er hann framdi þessi afbrot.

Var hann dæmdur í 10 mánaða fangelsi.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sögð hafa dreift mynd af barni á klósetti á vistunarheimili fyrir börn með fatlanir – Verður dregin fyrir dóm í ágúst

Sögð hafa dreift mynd af barni á klósetti á vistunarheimili fyrir börn með fatlanir – Verður dregin fyrir dóm í ágúst
Fréttir
Í gær

Bjarki var karlremba en nú er hann femínisti – „Þess vegna er ég femínisti“

Bjarki var karlremba en nú er hann femínisti – „Þess vegna er ég femínisti“
Fréttir
Í gær

Ragnar sakar Viggó um grímulaus gervivísindi – „Lygilega sjálfhverft og ömurlegt“

Ragnar sakar Viggó um grímulaus gervivísindi – „Lygilega sjálfhverft og ömurlegt“
Fréttir
Í gær

Milljónamæringurinn úr Mosfellsbæ tók pollrólegur við lottóvinningnum – Engu mátti muna að vinningsmiðinn hefði glatast

Milljónamæringurinn úr Mosfellsbæ tók pollrólegur við lottóvinningnum – Engu mátti muna að vinningsmiðinn hefði glatast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið lík John Snorra – Uppfært – Þriðja líkið fundið

Telja sig hafa fundið lík John Snorra – Uppfært – Þriðja líkið fundið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farþegi í Krítar-fluginu kemur Flensborgarkrökkunum til varnar – „Fólk er alltaf að gera sig að fórnarlömbum“

Farþegi í Krítar-fluginu kemur Flensborgarkrökkunum til varnar – „Fólk er alltaf að gera sig að fórnarlömbum“