fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Heimilislausir hreiðra um sig í Elliðaárdal – Sláandi myndir af sóðaskap – „Ég veit ekki hvað er í gangi hjá þessu borgarapparati“

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 14. júní 2021 14:00

Hallur Heiðar Hallsson tók sláandi myndir af sóðaskap í Elliðaárdal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Því miður er þetta árlegur viðburður að heimilislausir hreiðra um sig á þessum tíma árs í skóginum. Umgengnin hefur þó aldrei verið eins slæm og í ár og það er ekki brugðist við ábendingum mínum um þetta. Ég veit ekki hvað er í gangi í þessu borgarapparati,“ segir Hallur Heiðar Hallsson, íbúi í Elliðaárdal, í samtali við DV.

Fyrir rúmum tíu dögum gekk Hallur fram á búðir heimilslausra manna í Elliðaárdalnum. „Þetta var skammt frá göngustígnum en þó í hvarfi þannig að það er ekki víst að gangandi vegfarendur verði varir við þetta. Mér gjörsamlega ofbauð sóðaskapurinn auk þess sem að hægt var að sjá augljóst þýfi á víð og dreif við búðirnar,“ segir Hallur.

Hann var ekki með síma á sér í þeim túr en sneri síðan aftur við annan mann daginn eftir og tók meðfylgjandi myndir. „Manni stóð ekki alveg á sama enda voru einhverjir menn þarna á ferli í annarlegu ástandi. Þegar ég tek þessar myndir daginn eftir þá hafði nú ástandið skánað aðeins en engu að síður held ég að flestum sé ljóst að þetta er óboðlegt.“

Hann hafi í kjölfarið haft samband við lögreglu og Reykjavíkurborg en að viðbrögðin hafi verið sáralítil. „Ég varð var við eina lögregluheimsókn en svæðið hefur ekki verið þrifið,“ segir Hallur og sagðist hugsa yfirvöldum þegjandi þörfina.

Hallur hefur staðið í ströngu undanfarna daga en eins og DV fjallaði um í gær þá kom hann í veg fyrir stórfellt mengunarslys í dalnum með árvekni sinni. Þá varð hann var við  olíuborna fugla í tjörn nálægt heimili sínu en svo virtist sem að olíugildrur við nærliggjandi bensínstöð og bílaþvottastöð hafi ekki haft undan í mikilli rigningu um helgina. Hallur hafði ekki undan að bjarga fuglum langt fram á nótt en hann lét borgaryfirvöld strax vita af málinu. Viðbrögðin voru sein en að lokum var þó brugðist við.

„Það er kominn mannskapur frá Hreinsitækni og þeir virðast vera byrjaðir að þrífa þetta upp,“ segir Hallur.

 

Myndirnar sem Hallur Heiðar tók:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi