fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Eigendur PT-ferða ákærðir fyrir skattsvik og peningavætti – Gjaldþrot upp á 268 milljónir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. júní 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur hins gjaldþrota ferðaþjónustufyrirtækis PT-ferðir, sem áður hét  Prime Tours, hafa verið ákærðir fyrir skattsvik og peningaþætti. Skiptum í þrotabúi félagsins lauk í vor og voru lýstar kröfur 268 milljónir. Rúmlega 44 milljónir greiddust upp í forgangskröfur.

Félagið komst í fréttir árið 2018 en þá sá fyrirtækið um akstursþjónustu fatlaðra samkvæmt samningi við Strætó. Fyrirtækið fór þá í gjaldþrot en eigandinn freistaði þess að viðhalda aksturþjónustunni í gegnum annað félag. Keypti eigandinn bílaflota félagsins á nýrri kennitölu og undir heitinu Far-vel. Strætó samþykkti framsal á samningi Prime Tours til Far-vel um akstursþjónustu fatlaðra.

Þá sinnti félagið ýmiskonar ferðaþjónustu við erlenda ferðamenn og bauð til dæmis upp á afþreyingarferðir innanlands. Slitum er nú lokið á þrotabúi félagsins og heyrir það endanlega sögunni til.

Annar mannanna sem er ákærður var daglegur stjórnandi og stjórnarformaður félagsins en hinn var starfandi framkvæmdastjóri.

Ákæran varðar meint virðisaukaskattsvik upp á rúmlega 6,2 milljónir og vanskil á opinberum gjöldum, þ.m.t. staðgreiðslu á tekjuskatti starfsmanna, upp á tæplega 43 milljónir.

Þá eru mennirnir ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa hagnýtt ávinning af þessum fjármunum sem ekki var staðið skil á.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, 14. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu