fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

25 þúsund manna Facebook hópur nötrar – Sauð upp úr vegna eggjasuðu – „Góða fólkið sturlaðist og hellti sér froðufellandi yfir konu“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 13. júní 2021 16:15

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alla jafna er ekki mikið um átök í Facebook hópnum „Gamaldags matur,“ en undanfarið hefur róin og kyrrðin sem þar ræður ríkjum vikið fyrir miklum átökum. Efni rifrildanna: Kríuegg og hvernig þau skal elda. Meðlimir hópsins eru nú tæplega 26 þúsund, en ljóst að þeim gæti farið fækkandi ef þeir sem hafa hótað að hætta í hópnum standa við stóru orðin.

Í lýsingu hópsins segir:

„Þessi hópur er fyrir fólk sem elskar gamaldags heimilismat. Hér er hægt að deila myndum, uppskriftum og vísbendingum um gamaldags mat og hvar hann gæti fengist, rifja upp eitthvað gamalt og gott og ræða ástríðu sína fyrir gamaldags mat, áður en hann gleymist eða hættir að fást.“

Umræðurnar sköpuðust undir færslu konu sem spurði, að því er virðist í algjöru sakleysi, hvernig best væri að elda kríuegg sem hún hefði fengið gefins. Hún hefur örugglega ekki átt von á því sem koma skyldi.

„Skammarlegt að ræna undan kríunni,“ sagði einn, og þá var ballið byrjað.

Fólkið skiptist að því er virðist fljótt í tvær fylkingar, með kríueggjatínslu og á móti. Svo virðist sem þeir sem ekki eru hrifnir af kríueggjaáti haldi því fram að tínsla kríueggja hafi haft neikvæð áhrif á stöðu fuglsins í vistkerfinu hér á landi og að honum fari fækkandi. „Þetta er kannski gamaldagsmatur, en alveg örugglega ósiðlegt og ólöglegt,“ skrifar ein. Það er reyndar ekki alveg rétt, því eggjatínsla er leyfileg innan ákveðna tímamarka á hverju sumri.

„Af hverju er krían svona merkilegur fugl að ekki megi éta eggin hennar?“ spyr svo annar þátttakandi í umræðunum. „Það er nóg annað hægt að éta,“ er henni svarað. Annar líkir tínslu kríueggsins við fóstureyðingar, sem hann segir að sé „liðið“ í nútímasamfélagi. Segið svo að jarðsprengjusvæði sé ekki til á Íslandi. Annarri er svo bent á að samkvæmt lögum megi sækja egg utan varpsvæða og til 15. júní. Því er svarað til einfaldlega: „Lögin eru siðlaus.“

Hvernig sem umræðunum líður er ljóst að ekki eru allir á eitt sáttir við kríueggjatínsluna, sem þó er eins þjóðlegur matur og það gerist og ætti því, samkvæmt lýsingu hópsins hið minnsta, að eiga vel heima í þessum ágæta hópi.

„Ef maður er réttdræpur og heldur í forna siði til hvers er þá þessi síða, einhverjir skíthoppara drulla yfir mann sem halda að þeir séu eitthvað betri. Ulla og púfa yfir fólk sem veit hvað gamaldagsmatur er en hefur ekki hugmynd hvað það er,“ skrifar svo enn annar og er bersýnilega mikið niðri fyrir.

Friðunarsinnar eru dregnir sundur og saman í háði: „Meltingarfærin í friðarsinnum hljóta að vera friðuð og eru sjálfsagt alveg látin í friði líka, það er útilokað að þetta fólk láti nokkurn skapaðan hlut ofan í sig.“

Þegar spurningu um um hvað umræðurnar hefðu eiginlega snúist var svo loks varpað fram lá fólk ekki á svörum: „Í stuttu máli: Góða fólkið sturlaðist og hellti sér froðufellandi yfir konu sem að vogaði sér að borða kríuegg sem að henni voru gefin.“

Ljóst er að átökin eru að hafa mikil áhrif á þann góða anda sem ríkt hefur í hópnum hingað til. „Nú ætla ég að hætta í þessum hóp. Ég þoli illa sjálfskipaða stjóra sem úthúða fólki sem skrifar á hópinn sínar skoðanir og matarsmekk,“ skrifar ein og fær mikið lof fyrir. „Við erum ekki á flugvelli, það er óþarfi að tilkynna brottför,“ er henni svarað.

Tekið skal fram að átökin eru hvergi nærri hætt, en með þeim má fylgjast á grúppunni og auðvitað öllum frjálst að hella sér í umræðuna, eða svo til.

Á síðunni má jafnframt finna dásamlegar uppskriftir að allt öðru en kríueggjum, til dæmis þessa súrmjólkurréttsuppskrift:

Hvað er að ykkur öllum, sem viljið STJÓRNA OG RÁÐA, hvað fólk skrifar um og hefur skoðanir á hér á síðunum ? RÁÐIÐ ÞIÐ KANNSKÉ ENGU HEIMA HJÁ YKKUR ? GETIÐ ÞIÐ EKKI STJÓRNAÐ YKKUR SJÁLFUM ? Er það þess vegna, sem stjórnsemin og ráðríkið brýst út, á jafn saklausri síðu skyldi maður halda, og þessi síða um GAMALDAGS MAT er ? Hversu klikkað getur fólk orðið? Þetta er FREKJA og ekkert annað. Hér kemur svo uppskrift að gömlum súrmjólkurrétti.
1 pottur/ líter af súrmjólk.
4-5 eggjarauður, þeyttar saman við súrmjólkina.
Sykur 1/2 bolli eða Stevia að vild, þeytt saman við.
Eggjahvíturnar stífþeyttar og látnar í 5 doppum út á hvern disk með gulri súrmjólk.
Gott að hafa smurt heilhveitbrauð og hangikjötssneið með súrmjólkinni.
Ef einhverjir ætla að fetta fingur út í þessa uppskrift, mega þeir fara fjandans til.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans
Fréttir
Í gær

Einfætt íþróttakona ósátt við að þurfa að kaupa skópar hjá Nike – Þarf að henda helmingnum í ruslið

Einfætt íþróttakona ósátt við að þurfa að kaupa skópar hjá Nike – Þarf að henda helmingnum í ruslið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ekki martækur munur á Katrínu og Baldri í nýrri könnun

Ekki martækur munur á Katrínu og Baldri í nýrri könnun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær bætur eftir handtöku og lögreglurannsókn – Lenti í vandræðum eftir að hafa keypt evrur fyrir vin

Fær bætur eftir handtöku og lögreglurannsókn – Lenti í vandræðum eftir að hafa keypt evrur fyrir vin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið