fbpx
Laugardagur 31.júlí 2021
Fréttir

Sagður hafa gert út ungar stúlkur í eiturlyfjasmygl til Íslands – Dúsir nú í gæsluvarðhaldi eftir framsal frá Spáni

Heimir Hannesson
Laugardaginn 12. júní 2021 10:00

mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í vikunni gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa skipulagt umfangsmikið smygl sterkra fíkniefna til landsins í lok síðasta árs. Skal hann, samkvæmt úrskurðinum, sæta gæsluvarðhaldi til 30. júní klukkan 16:00.

Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi þegar verið ákærður fyrir aðild sína að smyglinu, en lögreglan komst á spor hans þegar þrír einstaklingar sem gripnar voru með mikið magn fíkniefna í Keflavík bentu á hann. Þá kemur jafnframt að „allar rannsóknaraðferðir lögreglu“ hafi staðfest grun lögreglu um aðild mannsins að málinu.

Handtökuskipun var gefin út í lok desember síðasta árs og svo evrópsk handtökutilskipun í lok janúar á þessu ári. Í mars var maðurinn svo handtekinn erlendis og framseldur um þrem vikum síðar til Íslands.

Í úrskurðinum segir að maðurinn sé erlendur en með skráð heimili hér á landi. Þrátt fyrir það hafi hann dvalist erlendis og skipulagt brot framin þvert yfir landamæri og mikil fyrirhöfn hafi þurft til þess að hafa uppi á manninum og koma honum til landsins. Því þyki lögreglu nauðsynlegt að hann sæti gæsluvarðhalds vegna rannsóknar málsins.

DV sagði frá málum burðardýranna þriggja á sínum tíma.

Sjá nánar: Spænskur vinahópur klofinn eftir mislukkaða smyglferð til Íslands – Kærastan fékk sex mánuði fyrir dóp í dömubindi

Þann 19. desember stöðvaði tollgæslan á Keflavíkurflugvelli erlenda konu sem reyndist hafa haft 4,8 kíló af hassi, fimm þúsund E-töflur og 100 stykki af LSD með sér til landsins og falið í ferðatösku sinni dulbúið sem jólagjafir og saumað inn í úlpu sína.

Degi síðar, þann 20. desember, stöðvaði tollurinn tvo aðra einstaklinga, einnig erlenda ríkisborgara. Reyndist konan hafa um 256 grömm af metamfetamíni falin innvortis og í dömubindi í nærfatnaði hennar. Konan játaði ein sök og hlaut fyrir vikið talsvert mildari dóm en aðrir, eða sex mánuði bakvið lás og slá. Hin fengu annars vegar 18 mánuði og hins vegar tveggja ára fangelsi fyrir aðild sína að smyglinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Velta fyrir sér hvort lögregla hafi haft heimild til að handtaka konuna – „Gersamlega sturlað“

Velta fyrir sér hvort lögregla hafi haft heimild til að handtaka konuna – „Gersamlega sturlað“
Fréttir
Í gær

Harðari fíkniefnaneysla ungmenna en færri leita sér aðstoðar

Harðari fíkniefnaneysla ungmenna en færri leita sér aðstoðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hér kemur allt það helsta frá Covid-upplýsingafundinum

Hér kemur allt það helsta frá Covid-upplýsingafundinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún hjólar í djammið – „Í ölæði vinnur fólk skemmdarverk og ræðst á náungann“

Kolbrún hjólar í djammið – „Í ölæði vinnur fólk skemmdarverk og ræðst á náungann“