fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Biðraðabix Guðna Th. og Bubba – Forsetar bíða, en kóngar ekki

Heimir Hannesson
Laugardaginn 12. júní 2021 18:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Jónsson fjallaði í síðustu viku um sögu af Bubba Morthens, söngvaranum síkáta. Sagði Eiríkur frá færslu Báru Huld Beck sem séð hafði Bubba Morthens labba inn í apótek og ganga beint að afgreiðsluborðinu þrátt fyrir númerakerfi og sjö í biðröð. „Ertu með númer? Svar: Nei. Biður um vöru. Fær hana. Labbar út. Hinir með númer standa og brosa,“ skrifaði Bára.

Þar lýkur þó ekki örsögum Eiríks Jónssonar um biðraðir í borg óttans, því nú í dag vekur hann athygli á því að sést hafði til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í biðröð í Eymundsson á dögunum. Eiríkur vísar til skrifa Atla Rúnars Halldórssonar

„Varð vitni að því í Eymundsson í Austurstræti að Guðna Th. var boðið að fara fram fyrir langa röð en hann kærði sig ekkert um slíkt og beið með okkur hinum. Enda bara forseti, ekki kóngur.”

Þrátt fyrir þessi miklu ólíkindi í biðlund er ljóst að vel fer á með þeim Guðna Th. og Bubba, því í janúar í fyrra lýsti Bubbi yfir stuðning við áframhaldandi setu Guðna Th. á forsetastóli. Skrifaði Bubbi: “Guðni Th. Jóhannesson hefur sýnt það að hann og kona hans Eliza Reid eru frábærir fulltrúar lands og þjóðar hafa staðið sig frábærlega það sem af er liðið af kjörtímabilinu. Guðni hefur ákveðið að gefa aftur kost á sér í embætti forseta Íslands aftur á komandi sumri og það eru góðar fréttir,” en það var einmitt Eiríkur Jónsson sem greindi frá því líka.

Leiðir Bubba og Guðna hafa þó legið oftar saman. Haustið 2017 vakti Guðni kátínu viðstaddra þegar hann fór rangt með texta við lagið Rómeó og Júlía eftir Bubba í ræðu. Bubbi var snöggur að svara því á Twitter og forsetinn hélt svo gríninu lifandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu