fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Pablo Discobar rís úr öskustónni – Barinn sem „steypubílstjórinn“ kveikti í opnaður á ný

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. júní 2021 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma á síðasta ári var kveikt í húsnæði skemmtistaðarins Pablo Discobar við Veltusund. Var þar að verki maður sem einnig komst í fréttir fyrir að taka steypubíl á byggingarsvæði við Vitastíg traustaki og aka burtu á ofsahraða við eftirför lögreglu.

Síðan þetta gerðist, í mars 2020, hefur ekki verið lyft glösum á þessum vinsæla stað en nú stendur það til bóta. Nýir aðilar, aðstandendur Secret Solstice hátíðarinnar, hafa nú tekið yfir reksturinn frá og með undirritun samnings kl. 14 í dag. Í tilkynningu frá nýju rekstraraðilunum segir:

„Það er frábært að segja frá því að við hjá Secret Solstice höfum náð samningum um yfirtöku skemmtistaðarins Pablo Discobar. Við höfum ekki fengið að skemmta Íslendingum síðan 2019 og getum ekki beðið eftir því að opna útibú í miðbæ Reykjavíkur þar sem við getum skemmt djammþyrstum alla daga vikunnar allt árum um kring.

Staðurinn verður rekinn með sama sniði og áður nema að við munum nýta okkar sambönd til þess að gera hluti sem ekki hafa áður sést í skemmtanahaldi í miðbæ Reykjavíkur. Það rými sem áður hýsti veitingastaðinn Burro mun verða hluti af barnum auk þess sem hægt verður að leigja salina fyrir hópa. Nú hefst vinnan við að koma staðum í stand og finna starfsfólk … stefnt er að opnun í júlí. Hlökkum til að sjá ykkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala