fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Fréttir

Morðið í Sandgerði: Ragnar dæmdur í 14 ára fangelsi í Landsrétti – Skrifaði hjartnæma Facebookfærslu daginn eftir morðið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. júní 2021 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag 14 ára fangelsisdóm yfir Ragnari Sigurður Jónssyni, 56 ára gömlum Sandgerðingi, sem varð konu sinni að bana á heimili þeirra þann 28. mars árið 2020.

Daginn eftir morðið birti Ragnar hjartnæma Facebook-færslu þar sem hann sagði að eiginkona hans hefði orðið bráðkvödd. „Ást og friður frá okkur öllum. Ekki gleyma að halda utanum ykkar nánustu og njótið saman,“ skrifaði hann.

Þegar lögregla kom á vettvang lá lík konunnar í stofusófanum og hafði teppi verið breitt yfir það.

Segir í skýrslu lögreglu að konan hafi verið köld viðkomu, hörund hennar fölt og hún hafi ekki sýnt nein lífsmörk. Í skýrslunni segir að ekkert á vettvangi hafi bent til þess að andlát konunnar hafi borið að með saknæmum hætti.

Niðurstaða réttarkrufningar sem barst þann 2. apríl bar hins vegar annað með sér, þar kom fram að áverkar voru á líkinu, meðal annars marblettir og skrámur á hálsi og blæðingar í vöðvum. Bentu niðurstöðurnar til þess að dauðsfallið hefði verið afleiðing taks annars manns um hálsinn.

Í skýrslu eftir nákvæmari rannsókn kom fram að flest benti til að dánarorsök hefði verið þrýstingur um hálsinn og krufning og smársjárskoðun hafi engar sjúkdómsbreytingar sýnt sem gætu skýrt dauðsfallið með öðrum hætti.

Dómkvaddur réttarmeinafræðingur lagði mat á þessar niðurstöður og var hans niðurstaða að áverkar á líkinu væru afleiðing svonefnds „bitlauss ofbeldis“ (e. brute force). Meiðli á hálsinum samræmdust því að konan hefði verið beitt slíku ofbeldi, með öðrum orðum kyrkt.

Í dómi Landsréttar er það orðað svo að sérfræðvitni hafi sagt þetta vera „næstum skólabókardæmi um kyrkingu“. Leiddi réttarkrufning í ljós að konan var með mar og skrámur á hálsi, punktblæðingar í slímhúð augna og munni, djúpar blæðingar í hálsvöðvum hægra og vinstra megin á hálsi, brot á efra horni skjaldbrjósksins og blæðingu í miðlínu hálsins auk áverka á tungu, dæmigerðan fyrir eigið bit. Sérfræðivitni staðfestu fyrir dómi að um ferska áverka hefði verið að ræða.

Lögreglu þótti Ragnar haga sér einkennilega

Meðal vitna fyrir dómi þegar málið var tekið fyrir héraðsdómi voru lögreglumenn sem komu á vettvang. Einn þeirra sagði að Ragnar hefði hagað sér dálítið einkennilega og það hefði lýst sér í því að alltaf þegar lögreglumaðurinn ætlaði að skoða líkið hafi Ragnar nálgast hratt, svona eins og hann „vildi ekki að við værum að skoða hana mikið“. Þessi viðbrögð hefðu verið svolítið skrýtin.

Þá sagðist lögreglumaðurinn ekki hafa séð nein merki um áfengisneyslu í húsinu og ekki getað merkt að Ragnar væri undir áhrifum áfengi. Þá þótti lögreglumanninum einkennilegt að Ragnar hefði ekki strax hringt í Neyðarlínuna eða lögreglu er hann áttaði sig á ástandi konu sinnar um morguninn, en hann beið með það í 2-3 klukkustundir að eigin sögn.

Morðástæðan óljós

Í dómi Landsréttar segir að engu verði slegið föstu um aðdraganda verksins eða hvaða hvatir lágu að baki því. En ljóst sé að það hafi verið ásetningur Ragnars að bana konu sinni.

Vel var látið af hjónabandi Ragnars og konu hans. Fyrir héraðsdómi sagði dóttir Ragnars að samskipti foreldra hennar hefðu ávallt verið góð og þau verið mjög samrýmd. Ekkert ofbeldi hefði verið í sambandinu. Þó hefði ástandið á heimilinu verið slæmt í nokkur ár vegna drykkju hjónanna. Þau hefðu bruggað eigið vín og þegar þau drukku þá drukku þau mikið, að hennar sögn, og tóku stundum túra.

Sem fyrr segir staðfestir Landsréttur dóm héraðsdóms og Ragnar hlaut 14 ára fangelsi.

 

Dóma Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ógnandi maður vekur áhyggjur í Efra-Breiðholti – „Mjög tæpur og aggressívur“

Ógnandi maður vekur áhyggjur í Efra-Breiðholti – „Mjög tæpur og aggressívur“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er konan sem var handtekin er hún mótmælti bólusetningum – „Aðeins of ástríðufull í þetta“

Þetta er konan sem var handtekin er hún mótmælti bólusetningum – „Aðeins of ástríðufull í þetta“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlaði að ganga á hrauninu en var stoppaður af fólki sem hrópaði og kallaði á eftir honum – Sjáðu myndbandið

Ætlaði að ganga á hrauninu en var stoppaður af fólki sem hrópaði og kallaði á eftir honum – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kolbrún hjólar í djammið – „Í ölæði vinnur fólk skemmdarverk og ræðst á náungann“

Kolbrún hjólar í djammið – „Í ölæði vinnur fólk skemmdarverk og ræðst á náungann“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þrjátíu prósent landsmanna hafa verið bitin af lúsmýi

Þrjátíu prósent landsmanna hafa verið bitin af lúsmýi
Fréttir
Í gær

Hildur sendi bréfapóst á netverjana sem hjóluðu í hana – „Ekki mín eigin fórnarlambsvæðing“

Hildur sendi bréfapóst á netverjana sem hjóluðu í hana – „Ekki mín eigin fórnarlambsvæðing“
Fréttir
Í gær

Vill að Þórólfur verði sóttvarnarlæknir í Svíþjóð – Hefur þrjá mánuði til að bjarga Svíunum

Vill að Þórólfur verði sóttvarnarlæknir í Svíþjóð – Hefur þrjá mánuði til að bjarga Svíunum
Fréttir
Í gær

Telja gönguhóp John Snorra hafa náð toppi K2

Telja gönguhóp John Snorra hafa náð toppi K2
Fréttir
Í gær

Fékk yfir sig holskeflu haturs frá Íslendingum í athugasemdum – „Þvílíkt ógeð. Ótrúlegt hvað fólk getur leyft sér að segja“

Fékk yfir sig holskeflu haturs frá Íslendingum í athugasemdum – „Þvílíkt ógeð. Ótrúlegt hvað fólk getur leyft sér að segja“