fbpx
Fimmtudagur 24.júní 2021
Fréttir

Gunnlaugi bjargað frá kulnun og sjálfsvígshugsunum – „Mér hefur aldrei liðið eins vel á ævinni eins og nú“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 11. júní 2021 15:00

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Hólm Torfason fór að finna fyrir kulnun eftir mikið og langvarandi vinnuálag, og þegar líðanin var sem verst upplifði hann sjálfsvígshugsanir. Hann leitaði sér þá hjálpar hjá VIRK Starfsendurhæfingasjóði og er á góðum stað á lífinu í dag. VIRK eflir starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.

Gunnlaugur Hólm Torfason. Mynd/Virk.is

Gunnlaugur er í viðtali í nýju ársriti VIRK sem er aðgengilegt á vef sjóðsins.

Hann hefur nýlega lokið starfsendurhæfingu hjá VIRK og segir hana hafa bjargað sér frá örvæntingu og veitt sér bæði andlega og líkamlega heilsu.

Gunnlaugur segir í viðtalinu að hann telji að upphafi megi rekja til þess tíma þegar hann hóf störf sem vélstjóri hjá fiskeldisfyrirtæki í Öxarfirði árið 1999. Hann flutti þá til Kópaskers ásamt eiginkonu með ung börn og voru þar í sex ár.  „Smám saman fór ég að finna fyrir þreytueinkennum sem ég taldi vera vegna vinnunnar,“ segir hann og þau ákváðu þá að flytja til Keflavíkur, heimabæjar Gunnlaugs.

„Ég fékk vinnu hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja í Keflavík. Samhliða stofnaði ég fljótlega fyrirtæki sem þjónustaði fiskeldisstöðvar. Í sjö og hálft ár vann ég eina viku í mánuði vaktavinnu hjá sorpeyðingarstöðinni og samhliða því vann ég fullt starf í fyrirtækinu mínu. Þetta tók á. Næturvaktir reyndust mér erfiðar og síminn gekk á fullu næstum allan sólarhringinn. Til þess að slaka á fór ég að fá mér í glas um helgar.“

Hann hætti hjá sorpeyðingarstöðinni árið 2013. „Þá kom inn meðeigandi og jafnframt tók fyrirtækið að sér æ meiri þjónustu varðandi fiskeldið. Kvíði minn óx smám saman, ég gerðist félagsfælinn og fullur vanlíðunar. Svo kom að því einn daginn að ég gat ekki risið upp. Lá bara í rúminu og sá ekki leið til þess að vera áfram til. Ég hafði þá þurft að fara á bráðadeild vegna þess að ég var með allt of háan blóðþrýsting, þjáðist einnig af ofþreytu, ofsakvíða og þunglyndi. Allur pakkinn. Ég gekk svo gjörsamlega á vegg. Ótrúlegt að upplifa þetta,“ segir Gunnlaugur.

Konan hans sá hversu illa hann var á sig kominn, pantaði tíma fyrir hann hjá lækni sem sótti um fyrir hann hjá VIRK.

Ég hafði lengi átt erfitt með að sofa, vakti á nóttunni og fann fyrir vaxandi spennu. Ég forðaðist eftir megni að svara í síma og átti í mestu erfiðleikum með að svara tölvupósti. Ég einangraði mig líka æ meira. Loks kom sem sagt að því að ég gafst upp. Ég hafði vakað alla nóttina og lá bara í rúminu algjörlega búinn að vera. Það var í febrúar 2019 sem erfiðleikarnir urðu mér óyfirstíganlegir.“

Gunnlaugur fékk upphaflega greitt veikindaleyfi frá fyrirtækinu sem hann starfaði hjá, síðan kom stéttarfélagsið til skjalanna og í lok þjónustutímabilsins hjá VIRK var hann kominn með endurhæfingarlífeyri.

Hann ákvað síðan að kveðja fyrra líf og fjölskyldan flutti búferlum og keypti hús í Reykholti í Borgarfirði. Þau hjónin höfðu lengi átt sér þann draum að flytja á friðsælan stað. Gunnlaugur er hæstánægður og hefur náð fullri heilsu. „Mér hefur aldrei liðið eins vel á ævinni eins og nú. … Allt sem fyrir mig var gert hjá VIRK kom mér til heilsu og vinnu á ný. VIRK var mitt björgunarskip.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Félagsfræðiprófessor vill leggja niður verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum – „Má ekki bara sleppa þessu?“

Félagsfræðiprófessor vill leggja niður verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum – „Má ekki bara sleppa þessu?“
Fréttir
Í gær

Brim lagði sjómann í dómsmáli – Píndi sig áfram í vinnunni eftir slys – Fékk rúmar fimm milljónir í uppsagnarfresti

Brim lagði sjómann í dómsmáli – Píndi sig áfram í vinnunni eftir slys – Fékk rúmar fimm milljónir í uppsagnarfresti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Karl læknir kærður til lögreglu – „Þeir eru að saka mig um að dreifa eitri“

Guðmundur Karl læknir kærður til lögreglu – „Þeir eru að saka mig um að dreifa eitri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók við stjórnarformennsku í félagi Sigga Hakkara – „Svo byrjuðu fyrirtækin að hringja og heimta að ég borgaði“

Tók við stjórnarformennsku í félagi Sigga Hakkara – „Svo byrjuðu fyrirtækin að hringja og heimta að ég borgaði“