fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Björn hneykslaður á kynferðismálum Íslendinga og segir siðrof hafa orðið – „Hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélaginu?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 9. maí 2021 09:00

Björn Birgisson (t.v.) og Einar Steingrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur tvennt verið mikið í umræðu á samfélagsmiðlum og í fréttum fjölmiðla, kynferðisbrot og annað ofbeldi gegn konum annars vegar, og sala kláms og erótísks efnis á vefnum OnlyFans hins vegar.

Björn Birgisson í Grindavík er óhætt að kalla samfélagsrýni en hvassir þjóðfélagspistlar hans rata oft í fréttir fjölmiðla. Björn skrifar:

„Kynferðismál.
Hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélaginu?
Daglega berast margar fréttir af kynferðislegu ofbeldi.
Einnig eru daglegar fréttir af kornungum stúlkum sem eru farnar að sýna á sér píkuna á netinu gegn greiðslu!
Lauslæti í kynferðismálum virðist vera orðið algjört.
Frægt varð þegar tvær lauslátar stúlkur heimsóttu enska landsliðspilta og tóku svo sérstaklega fram að samfarir hefðu orðið – og virtust mjög stoltar af því!
Þær höfðu aldrei hitt þessa pilta fyrr!
Lauslætið virðist vera orðið viðtekin venja og stjórnlaus.
Ekki þarf að efast um að aukin notkun áfengis og fíkniefna leikur stórt hlutverk í þeirri þróun.
Aldrei mun neitt gott leiða af lauslæti, vændi og kæruleysi yfirleitt í kynferðismálum.
Velti fyrir mér hvað á að kalla þá þróun sem augljóslega á sér stað fyrir allra augum.
Siðrof er líklega rétta orðið.“

Björn segir að eflaust muni margir dæma skrif hans sem gamaldags, en það verði að hafa það. Siðrof á einu sviði mannlífsins muni leiða til siðrofs á öðrum sviðum þess.

Annar þjóðfélagsrýnir, stærðfræðingurinn Einar Steingrímsson, er hjartanlega ósammála Birni. Hann skrifar í ummælum undir færslu Björns:

„Af hverju ætti kynlíf, drifið áfram af einhverri sterkustu hvöt mannskepnunnar, og án hverrar við værum ekki til, að vera feimnismál? Sjálfsagt að fólk hafi sitt kynlíf alveg út af fyrir sig ef það vill, eins og við líklega flest, en af hverju ætti okkur að finnast óeðlilegt að annað fólk tali hispurslaust um kynlíf sitt og sýni það öðrum?“

Björn gefur lítið fyrir málflutning Einars og segir:

„Einar Steingrímsson, hef heyrt þennan tón frá þér áður. Þú ert svo fjarri mínum sjónarmiðum að mér dettur ekki í hug að ræða þetta við þig! Það er algjörlega tilgangslaust.“

 

https://www.facebook.com/bjorn.birgisson.9/posts/10159541196839273

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu