fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fréttir

Sagður hafa svikið ríkið um 200 milljónir í rekstri ræstingafyrirtækis á Akureyri

Heimir Hannesson
Föstudaginn 7. maí 2021 18:00

mynd/Auðunn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti með því að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattskýrslum fyrir árin 2016, 2017 og 2018.

Í ákærunni er maðurinn sagður hafa ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimta átti í starfsemi fyrirtækisins og er um háar fjárhæðir að ræða, eða að minnsta kosti tíu milljónir á hverju virðisaukaskattstímabili.

Árið 2016 nam vantalinn virðisaukaskattur rúmum 38 milljónum, tæpum 81 árið 2017 og loks um 85 milljónum árið 2018. Samanlagt nema hin meintu svik rúmum 203 milljónum króna.

Þá er maðurinn jafnframt ákærður fyrir að hafa tekið á móti og nýtt ávinning brotanna í þágu félagsins.

Varða hin meintu brot allt að sex ára fangelsi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands Eystra þann 11. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baltasar varpar sprengju um Jón Viðar – „Þetta eru persónuárásir“

Baltasar varpar sprengju um Jón Viðar – „Þetta eru persónuárásir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppdópaður skipstjóri tapaði í Landsrétti

Uppdópaður skipstjóri tapaði í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stórir bólusetningardagar í næstu viku – Stefnt á að allir verði þá búnir að fá eina sprautu

Stórir bólusetningardagar í næstu viku – Stefnt á að allir verði þá búnir að fá eina sprautu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofurölvi par með 8 ára barn á veitingastað – Líkamsárásir og slys

Ofurölvi par með 8 ára barn á veitingastað – Líkamsárásir og slys
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sólveig lést í morgun eftir slys í Flekkudal

Sólveig lést í morgun eftir slys í Flekkudal
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Björn krefur ríkið um 23 milljónir eftir að starf hans var lagt niður

Björn krefur ríkið um 23 milljónir eftir að starf hans var lagt niður