fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fréttir

Ólafur biðst afsökunar – „Ég skammast mín fyrir að hafa verið partur af vandamálinu“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 7. maí 2021 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Örn Ólafsson, veitinga- og sjónvarpsmaður, birti í morgun færslu á samfélagsmiðlinum Twitter sem hefur vakið mikla athygli en í færslunni talar hann um #MeToo byltinguna. Hann segir að hann skammist sín og að hann hafi verið hluti af vandamálinu. Hringbraut vakti athygli á málinu.

„Ég trúi og ég hlusta!,“ segir Ólafur en hann hefur verið að reyna að ná utan um það hvers vegna hann hefur veigrað sér við að taka þátt í umræðum um málið. „Hvers vegna ég hef kosið að sitja á hliðarlínunni, segja ekkert og hlusta og taka inn allar þessar óhugnanlegu frásagnir þeirra hugrökku kvenna sem stíga fram og benda á óréttlæti og ofbeldi sem á sér djúpar rætur í menningu okkar.“

„Við þurfum að vera tilbúnir að heyra það og taka það til okkar“

Ólafur segir að hann geri sér grein fyrir því að engar samfélagslegar breytingar verði nema karlmenn taki umræðuna sem er í gangi til sín, hlusti og skilji. Hann segir að þess vegna hafi hann reynt að vera heiðarlegur þegar kemur að því að skilja hvers vegna hann hefur ekki stigið fram og sagt upphátt að hann standi með þolendum og að hann trúi og heyri að óréttlætið í samfélaginu sé kerfisbundið.

„Ég held að ein ástæðan gæti verið að ég skammast mín fyrir að hafa verið partur af vandamálinu. Ég er unglingur í 80s og 90s og veit að á þeim tíma hef ég margoft farið yfir þessi mörk og það á sennilega við um flesta jafnaldra mína, því við héldum þá að það væri eðlilegt, en það er sem betur fer búið að benda okkur á að það er það svo sannarlega ekki og við þurfum að vera tilbúnir að heyra það og taka það til okkar svo eitthvað breytist.“

„Ég biðst afsökunar“

Ólafur segir þá að karlmenn verði að leggja sitt af mörkum, taka við keflinu og vera þannig breytingin. Það sé hægt að gera með samtölum við vini, vinnufélagi og syni með því markmiði að breyta eitraðri menningu og viðhorfi. Að lokum biðst Ólafur afsökunar fyrir það sem hann hefur gert.

„Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki alltaf virt mörk og lofa að gera það aldrei aftur og hvet alla karla til að gera það líka, standa með þolendum, hlusta og trúa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baltasar varpar sprengju um Jón Viðar – „Þetta eru persónuárásir“

Baltasar varpar sprengju um Jón Viðar – „Þetta eru persónuárásir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppdópaður skipstjóri tapaði í Landsrétti

Uppdópaður skipstjóri tapaði í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stórir bólusetningardagar í næstu viku – Stefnt á að allir verði þá búnir að fá eina sprautu

Stórir bólusetningardagar í næstu viku – Stefnt á að allir verði þá búnir að fá eina sprautu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofurölvi par með 8 ára barn á veitingastað – Líkamsárásir og slys

Ofurölvi par með 8 ára barn á veitingastað – Líkamsárásir og slys
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sólveig lést í morgun eftir slys í Flekkudal

Sólveig lést í morgun eftir slys í Flekkudal
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Björn krefur ríkið um 23 milljónir eftir að starf hans var lagt niður

Björn krefur ríkið um 23 milljónir eftir að starf hans var lagt niður