fbpx
Föstudagur 11.júní 2021
Fréttir

Ísland eitt af þeim 12 löndum sem Bretar eru hvattir til að ferðast til

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 7. maí 2021 16:15

Boris Johnson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grant Shapps, ferðamálaráðherra Bretlands, kynnti í dag lista yfir þau lönd sem Bretar geta ferðast til í sumar. Bretum hefur verið bannað að fara erlendis í ferðir sem ekki teljast nauðsynlegar síðan í febrúar.

Listinn inniheldur lönd þar sem ekki eru mörg smit, bólusetningar ganga vel og þar sem landamærin eru ekki of lokuð.

Ísland er á listanum og því megum við eiga von á vænum skammti af breskum ferðamönnum í sumar. Önnur lönd á listanum eru meðal annars Ísrael, Portúgal, Gíbraltar og Færeyjar.

Þeir ferðamenn sem koma hingað til lands og eru bólusettir þurfa að fara í sýnatöku við komuna til landsins og sýna fram á viðurkennt bólusetningarvottorð. Þá hefst sóttkví sem varir þangað til fólk fær neikvætt úr sýnatökunni.

Bretum gengur vel að bólusetja íbúa sína og eru 35 milljónir manna búin að fá að minnsta kosti einn skammt, það gera 66% allra íbúa yfir 18 ára. Bretar hafa bólusett flesta með bóluefni AstraZeneca en þeir gerðu ekki hlé á bólusetningum með efninu líkt og margar aðrar þjóðir eftir að upp komu tilkynningar um sjaldgæfa blóðtappa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknir segir fyrirséða hættu á alvarlegum læknamistökum á bráðamóttökunni – „Þöggun og afskiptaleysi“

Læknir segir fyrirséða hættu á alvarlegum læknamistökum á bráðamóttökunni – „Þöggun og afskiptaleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Ben ósáttur – „Er það svona sem við segjum takk?“

Pétur Ben ósáttur – „Er það svona sem við segjum takk?“