fbpx
Föstudagur 11.júní 2021
Fréttir

36 ára Reykvíkingur ákærður fyrir að ofsækja og hóta lögreglukonum – Braut gegn nálgunarbanni með Instagramskilaboðum

Heimir Hannesson
Föstudaginn 7. maí 2021 12:00

Lögreglukona að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

36 ára gamall karlmaður búsettur í Reykjavík þarf nú um miðjan maí að svara fyrir að hafa ítrekað hótað tveim lögreglukonum og brotið gegn nálgunarbanni sem hann sætir gagnvart annarri þeirra, en þá verður ákæra Héraðssaksóknara á hendur honum þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum og er í fjórum liðum, segir að hann hafi í desember 2020 hringt í neyðarlínuna og hótað lögreglukonunum tveimur og mökum þeirra lífláti. Segir jafnframt að hótanirnar hafi verið tilkomnar út af starfi lögreglumannanna sem slíkra.

Segir þá jafnframt í ákærunni að um miðjan janúar hafi maðurinn aftur hótað annarri lögreglukonunni lífláti á heimili sínu og svo síðar þann sama dag hótað þremur lögreglumönnum á lögreglustöðinni að Hverfisgötu auk fjölskyldum þeirra lífláti og líkamsmeiðingum.

Um miðjan mars mun maðurinn aftur hafa sett sig í samband við þá sömu lögreglukonu og hann hótaði á heimili sínu um miðjan janúar en þá í gegnum Instagram og þannig brotið gegn nálgunarbanni sem hann sætti gagnvart henni.

Að lokum er maðurinn ákærður fyrir að hafa aftur hringt í neyðarlínuna og hótað lögreglukonunni sem hann sætir nálgunarbanni gagnvart og fjölskyldu hennar lífláti.

DV hafði samband við lögreglumenn sem þekkja til málsins. Þeir sögðust ekki vilja tjá sig um málið á meðan það væri til meðferðar í dómskerfinu, en sögðu þó málið opinbera hve berskjaldaðir lögreglumenn eru við brotum af þessu tagi. „Kerfið er einfaldlega ekki að virka,“ sagði einn lögregluþjónninn.

Samkvæmt upplýsingum DV sætir maðurinn nú gæsluvarðhaldi en DV hefur ekki fengið það staðfest á hvaða grundvelli sá úrskurður byggir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem ók Angjelin segist ekki hafa vitað að hann ætlaði að myrða Armando – Geymdi tösku sem innihélt byssuna

Maðurinn sem ók Angjelin segist ekki hafa vitað að hann ætlaði að myrða Armando – Geymdi tösku sem innihélt byssuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins gagnrýndur fyrir ummæli sín um drengi og athyglisbrest – „Ekki hundsvit á hvaða ADHD gengur út á“

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins gagnrýndur fyrir ummæli sín um drengi og athyglisbrest – „Ekki hundsvit á hvaða ADHD gengur út á“