fbpx
Föstudagur 11.júní 2021
Fréttir

Gunnar er búinn að fá nóg – „Haldið þið að hægt sé að kaupa 2ja herbergja íbúð á því verði í dag?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 6. maí 2021 17:00

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, segir ekki hægt að búa við „brask- og okurvæðingu húsnæðiskerfisins“ lengur. Tími sé kominn fyrir breytingar þar sem núverandi kerfi sé ekki sniðið að þörfum almennings í landinu heldur frekar að þörfum þeirra sem braska með fasteignir. Hann skrifar um þetta í grein sem birtist hjá Vísi í dag.

„Brask- og okurvæðing húsnæðiskerfisins er mesta ógnin við lífskjör og frelsi almennings. Hinn ótamdi húsnæðismarkaður heldur þúsundum fjölskyldna um og undir fátækramörkum, þröngar þúsundir út í vinnuþrælkun til að ná endum saman, rænir foreldra stundum með börnum sínum, rænir fólk hvíld og sálarró.“

Er hægt að kaupa 2ja herbergja íbúð á því verði? 

Gunnar tekur dæmi. Árið 1991 voru auglýstar í Morgunblaðinu tveggja herbergja blokkaríbúðir í Hólahverfinu á 4,8 til 5,2 milljónir króna. Uppreiknað til dagsins í dag jafngildi það um 14,9 til 17,3 milljónum.

„Haldið þið að hægt sé að kaupa 2ja herbergja íbúð á því verði í dag?

En er ekki eðlilegra að miða við byggingarvísitölu sem tekur einnig mið af launakostnaði við húsbyggingar? Miðað við byggingarvísitölu jafngildir verðið á 2ja herbergja íbúðunum vorið 1991 því að þær myndu í dag kosta 19,0 til 20,6 m.kr. Haldið þið að hægt sé að fá 2ja herbergja íbúð á því verði í dag?“

Hækkað 85 prósent umfram byggingarkostnað

Gunnar bendir svo á að samkvæmt fasteignavef mbl.is sé verð á tveggja herbergja íbúðum í Hólahverfinu í dag frá 34,5 til 38,9 milljónir króna. Því hafi verð á þessum íbúðum hækkað um 85 prósent umfram byggingarkostnað.

„Hvernig skyldi standa á því? Hvert fara peningarnir, tæplega 17 m.kr. sem fólk borgar meira fyrir 2ja herbergja íbúð í dag en fyrir þrjátíu árum?“

Gunnar segir auðvelt að svara þeim spurningum.

„Því er fljót svarað. Einstaklingar og fjölskyldur taka enga peninga út af húsnæðismarkaðnum. Almenningur þarf að búa einhvers staðar og ef fólk selur dýrt þarf það að kaupa næstu íbúð líka dýrt. En það eru aðrir sem taka fé út af húsnæðismarkaðnum; lóðabraskarar, verktakar, okurleigusalar, braskara og bankar sem lána til húsnæðiskaupa.“

157 prósenta hækkun á rúmum ellefu árum

Gunnar tekur annað dæmi.  Samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár í janúar 2010 kostaði 65 fermetra tveggja herbergja íbúð 15,2 milljónir í janúar 2010. Þessi íbúð kostaði 39 milljónir í mars á þessu ári. Þetta jafngildi 157 prósenta hækkun á rúmum ellefu árum.

Ef íbúðin hefði hækkað samkvæmt framleiðslukostnaði ætti hún að kosta 23,3 í dag en ekki 39 milljónir.

Á sama tímabili hafi launavísitalan hækkað um 114 prósent.

„Hækkun húsnæðisverðs hefur því farið langt fram úr auknum kaupmætti. Með öðrum orðum: Húsnæðiskaupmáttur almennings hefur fallið á þessum tíma. Braskið á húsnæðismarkaði, sem fóðrað er með skipulögðum skorti örfárra fyrirtækja, hefur hækkað íbúðaverð langt umfram hækkun launa.“

11 milljónir á dag í ellefu ár, líka um helgar

Gunnar kennir fasteignabröskurum um þessa hækkun. „Með skorti hefur þeim tekist að láta verðið elta kaupgetu fólksins sem verður að búa einhvers staðar. Og græðgin hefur síðan keyrt verðið fram úr kaupgetunni. Stærri hópar ráða ekki við verðið, fleiri búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað.“

Þriðja dæmið sem Gunnar tekur er um braskarana.  Byggingafyrirtækið Eykt hafi tæknilega orðið gjaldþrota eftir efnahagshrunið 2008 og móðurfélagið var með neikvætt eigið fé upp á fleiri milljarða króna. Fyrirtækið hafi þó ekki verið gert upp. Heldur hafi bankarnir stutt við eigandann svo hann héldi fyrirtækjunum. Síðustu ár hafi Eykt svo efnast á braski eða því sem nemur 11 milljónum króna hvern einasta dag í ellefu ár „líka um helgar“.

Gunnar segir Ísland glíma nú við verstu húsnæðiskreppu frá því á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.  Og líklegt þykir honum að kreppan versni eftir að áhrifa kórónuveirunnar hættir að gæta á markaði.

„Það þarf því aðra byltingu í húsnæðismálum, ekki byltingu grimmdar heldur byltingu samstöðu, samkenndar, samvinnu og kærleika.“

Gunnar slær svo út greininni með því að benda á áherslur Sósíalistaflokksins.

„Sósíalistaflokkur kallar annað tilboð sitt til kjósenda vegna þingkosninganna 25. september næstkomandi Stóru húsnæðisbyltinguna: 30 þúsund íbúðir á tíu árum (sjá hér: https://sosialistaflokkurinn.is/2021/05/04/storahusnaedisbyltingin-30-thusundibudiratiuarum/).

Tilboðið snýst um að brjóta niður tök braskaranna á húsnæðismarkaðnum, ekki bara lóðabraskara og verktaka, okurleigusala og bankanna, heldur líka þeirra sem flytja inn byggingarefni og leggja á það fráleita álagningu. Þetta er verkefni sem ekki er aðeins ætlað að útvega almenningi öruggt, gott og ódýrt húsnæði heldur að endurskapa íslenskan húsnæðismarkað svo hann þjóni fjöldanum en ekki aðeins hinum fáu ríku.

Nýfrjálshyggjan er dauð og við eigum að fagna því. Fagna með því að ganga glöð til góðra verka við að byggja upp miklu betra samfélag. Og eitt það allra mikilvægasta á þeirri leið er að umbreyta húsnæðiskerfinu, brjóta niður braskið og byggja yfir allt fólk í vanda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eitt innanlandssmit
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjöldi fólks horfði á Guðmund Elís verða fyrir grófum barsmíðum – Enginn lét lögreglu vita

Fjöldi fólks horfði á Guðmund Elís verða fyrir grófum barsmíðum – Enginn lét lögreglu vita
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Persónunjósnamálið á Bessastöðum – Engin svör berast frá lögreglu eða forsetaembættinu – „Ég sagðist ekki ætla að svara neinu“

Persónunjósnamálið á Bessastöðum – Engin svör berast frá lögreglu eða forsetaembættinu – „Ég sagðist ekki ætla að svara neinu“