fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Jónas sagður höfuðpaurinn í stóra læknadópmálinu – Parið talið hafa grætt 84 milljónir

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 12:46

mynd/samsett Eyþór/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólkið sem ákært hefur verið fyrir stórfellda sölu lyfseðilsskyldra lyfja á svörtum markaði og fyrir að hafa þvætt fjárhagslegan ávinning brotanna frá árinu 2013 til mars 2019 heitir Jónas James Norris, Suwimon Juntu, Anna Norris og Haraldur Einarsson.

Í Kompásþætti á Vísi.is kom fram að íslenskt par væri talið hafa grætt 84 milljónir vegna sölu lyfseðilskyldra lyfja á tæplega tíu ára tímabili.

Í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem DV hefur undir höndum segir að Jónas hafi selt og afhent fjölda ótilgreindra einstaklinga lyfseðilsskyld lyf án þess að hafa til þess leyfi. Kemur þar fram að lögregla hafi fundið mikið magn af lyfjum í húsleit í febrúar 2018, í líkamsleit í október 2018 og aftur í mars 2019. Um hundruð taflna var að ræða af lyfjunum Mogadon, Lexotan, OxyContin, Contalgin og Rítalíni.

Í húsleitinni fundust þá handjárn og raflostbyssa, 1016 stk. af skotfærum auk fjölda hluta í skotvopn, þar á meðal hljóðdeyfa og er Jónas ákærður fyrir brot á vopnalögum vegna þessa. Er það sérstaklega tekið fram að vopnin fundust í ólæstum hirslum. Hluti skotfæranna flutti Jónas inn ólöglega með farþegaflugi, að því er segir í ákærunni.

Sögð hafa hagnast um tugi milljóna

Þá eru öll fjögur, Jónas, Suwimon, Anna og Haraldur ákærð fyrir peningaþvætti í málinu. Suwimon, eiginkona Jónasar, er þá ákærð með Jónasi fyrir að hafa þvætt 84 milljónir króna, en Jónas er sagður hafa aflað sér þá upphæð með ólöglegu athæfi.

Er þar Anna sögð hafa tekið við tæpum 24 milljónum úr hendi Jónasar sem hann vann sér inn með refsiverðum hætti.

Að lokum er Haraldur ákærður fyrir að hafa tekið skotvopnum og öðrum munum úr hendi Jónasar sem Haraldi mátti vera ljóst að voru keyptir fyrir ávinning af brotastarfsemi. Munirnir sem um ræðir voru skotvopn sem Jónas keypti á árunum 2012 til 2014. Mun Jónas hafa afhent Haraldi skotvopnin þegar Jónas var sviptur skotvopnaleyfi sínu. Er skráning Haralds fyrir skotvopnunum sögð hafa verið til málamynda. Um fjóra riffla var að ræða, að því er greinir í ákærunni, samtals að verðmæti rétt tæpra 2,4 milljóna.

Skrautlegur sakaferill að baki

Jónas á sér langan sakaferil. Í maí árið 2017 var Jónas dæmdur í Hæstarétti í þriggja mánaða fangelsi fyrir vörslu lyfseðilsskyldra lyfja og vopna sem hann hafði ekki leyfi fyrir. Sama var uppi á teningnum árið 2014 þegar Jónas var dæmdur fyrir vörslu riffils, hljóðdeyfis og ninjasverðs skreyttu snákshöfði. Samtals hefur Jónas hlotið 22 refsidóma og margoft hefur lögregla lagt hald á þau sömu lyf og nú er ákært vegna sem voru í vörslu Jónasar.

Árið 2004 var Jónas sýknaður í Hæstarétti og lét þá hafa eftir sér: „Jú, þetta hefur aldrei gerst áður.“ DV sagði frá málinu.

Jónas í DV árið 2004. mynd/skjáskot DV.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“