fbpx
Sunnudagur 13.júní 2021
Fréttir

Edda og dóttir hennar urðu fyrir andstyggilegri framkomu – Sagðist vilja kaupa dótturina – „Fyrir mér var þetta rasísk framkoma“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 16:40

Edda Ósk Aradóttir og dóttir hennar, Ísabella. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Ósk Aradóttir og ung dóttir hennar, Ísabella, urðu fyrir afar óþægilegri framkomu af hálfu eiganda heildsöluverslunar í síðustu viku. Maðurinn fór yfir mörkin í framkomu við barnið sem fór úr jafnvægi. Ísabella litla er dökk yfirlitum og með þykkt svart hár. Maðurinn viðhafði mjög óviðeigandi athugasemdir um hár barnsins og spurði Eddu síðan hvort hún vildi selja honum dóttur sína, hann gæti notað hana.

Eddu varð svo mikið um þessa reynslu að hún hafði samband við lögreglu og tilkynnti atvikið sem óþægilegt atvik. Hún fer yfir málið í svohljóðandi Facebook-færslu:

„Ég og Ísabella forum saman í ónefnda heildsöluverslun í síðustu viku.

Þegar við komum inn gaf Ísabella sig a tal við starfsfólkið, eins og hún gerir alls staðar sem við komum. Ég heyri út undan mér eiganda verslunarinnar byrja að setja eitthvað út a hárið a henni við hana, eitthvað um hún þyrfti að laga á sér hárið, hún yrði að “gera eitthvað i þessu”.

Ég veit ekki hvað hann sagði nákvæmlega en ég veit að það kom Isabellu úr jafnvægi svo hun gekk bara i burtu og kom til min, augljóslega ekki kát.

Þegar ég er búin að borga vöruna sem ég var að kaupa og er a leiðinni út kemur þessi sami maður a eftir mér og spyr hvort ég sé að selja dóttur mína. Nei sagði ég, hvað meinarðu?

“Geturðu ekki selt mér hana, ég get notað hana hérna”.

Ég ákvað að tilkynna þetta til lögreglunnar, ekki sem glæp heldur óþægilegt atvik sem mér fannst rétt að tilkynna þar sem þessi sami maður er þekktur fyrir óviðeigandi framkomu gagnvart kvenfólki sem verslar hjá honum, það hef ég upplifað sjálf og heyrt af ansi mörgum óþægilegum tilfellum.

Eg fékk a endanum þau svör að þetta væri eigandi verslunarinnar og þá væri ekkert hægt að gera i þessu.

Svo var mér sagt af lögreglumanni að þetta væri líka enginn haturs glæpur, heldur “klaufaleg framkoma”.

Ég veit bara ekki hvort stingur meira… rígfullorðni maðurinn sem var að óska eftir því að kaupa 7 ára dóttur mína, eða lögreglumaðurinn sem kallar þetta dæmi “klaufalega framkomu”.

Svona framkoma er ekki klaufaskapur og að kalla þetta “klaufalegt” er partur af vandamálinu.

Honum var fúlasta alvara með þessu, fyrir utan það að ef þetta átti að vera “djok” þá skil ég ekki i hverju húmorinn liggur….. er fyndið að kaupa börn? Var það eitthvað fyndnara af því hún er brún? Eða er það almennur húmor að selja og kaupa börn til afnota? Nei.

Ég veit vissulega að dónaskapur er ekki lögreglumál en að fá þetta viðmót frá lögreglumanni varðandi svona mál stakk mig eitthvað svo djúpt af því þetta er 7 ára barn sem við erum að tala um.

En eg vil taka það fram líka að í fyrstu fékk ég allt önnur viðbrögð hjá lögreglunni þar sem sá tiltekni lögreglumaður vildi ganga i málið og ræða við þennan mann, en hljóðið breyttist snarlega þegar annar lögreglumaður tók við málinu og sneri þessu upp i “klaufalega framkomu” og benti mér á að hætta viðskiptum við þessa verslun eða ræða við hann sjálf.

Ég vil ekki ganga svo langt að nafngreina neinn hérna en ef fólk vill beina viðskiptum sínum annað þá svara ég því i einkaskilaboðum hvaða verslun þetta er.“

Maðurinn oft gerst sekur um óviðeigandi framkomu

Edda segir í samtali við DV að hún hafi ákveðið að stíga fram með málið vegna slakra viðbragða lögreglu. Tilgangurinn sé alls ekki að koma höggi á umræddan mann heldur vekja athygli á ólíðandi framkomu.

„Fyrir mér var þetta rasísk framkoma, það er ljóst,“ segir Edda. Hún segir jafnframt að eftir að hún birti frásögn sína hefi streymt til hennar skilaboð frá fólki sem segi frá óviðeigandi framkomu mannsins. Mun hann hafa gerst sekur um viðlíka óviðeigandi hegðun árum saman.

Edda telur mikilvægt að vekja athygli á svona framferði enda ljóst að maðurinn fór yfir mörk dóttur hennar svo barnið varð miður sín.

https://www.facebook.com/edda.o.aradottir/posts/1988276487990373

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sakfelld fyrir að stela tæplega hálfri milljón af Foreldrafélagi Njarðvíkurskóla

Kona sakfelld fyrir að stela tæplega hálfri milljón af Foreldrafélagi Njarðvíkurskóla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjúkrunarfræðingur í mál við Akureyrarbæ – Sökuð um mistök við lyfjagjafir og sérkennilegan frágang á líki

Hjúkrunarfræðingur í mál við Akureyrarbæ – Sökuð um mistök við lyfjagjafir og sérkennilegan frágang á líki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar missa sig yfir stærsta lottóvinning Íslandssögunnar – „Var að frétta að Sigríður Andersen hafi verið að vinna 1,2 milljarða“

Íslendingar missa sig yfir stærsta lottóvinning Íslandssögunnar – „Var að frétta að Sigríður Andersen hafi verið að vinna 1,2 milljarða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir hyggjast halda jól á Tenerife

Margir hyggjast halda jól á Tenerife
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem ók Angjelin segist ekki hafa vitað að hann ætlaði að myrða Armando – Geymdi tösku sem innihélt byssuna

Maðurinn sem ók Angjelin segist ekki hafa vitað að hann ætlaði að myrða Armando – Geymdi tösku sem innihélt byssuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins gagnrýndur fyrir ummæli sín um drengi og athyglisbrest – „Ekki hundsvit á hvaða ADHD gengur út á“

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins gagnrýndur fyrir ummæli sín um drengi og athyglisbrest – „Ekki hundsvit á hvaða ADHD gengur út á“