fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
Fréttir

Ekkja Armando opnar sig um morðið í Rauðagerði – „Það er bara ein ástæða fyrir því að ég er hér“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 08:55

Skjáskot: Kompás/Vísir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, er afar gagnrýnin á yfirvöld í viðtali sem fréttaskýringaþátturinn Kompás tók. Síðari hluti þáttarins birtist á Vísi í morgun en í honum ræðir Þóranna ítarlega um morðið á eiginmanni sínum, formála þess og eftirmála.

Í þættinum segir Þóranna frá því sem gerðist áður en hún kom að Armando fyrir utan heimili þeirra. „Ég sendi Armando skilaboð um að taka úr þurrkaranum, og hann sendir á mig: Já, ekkert stress. Ég er hjá vini mínum og kem heim eftir smá stund! Ég segi bara: Ok, sjáumst eftir smá! Og svo, bara tuttugu mínútum seinna, fæ ég köllun um að hringja á sjúkrabíl sem ég geri og þegar ég er komin niður þá sé ég að hann liggur þarna fyrir framan hjá okkur,” segir hún.

Þessi stund var gríðarlega erfið fyrir Þórönnu sem segist hafa verið mjög hrædd. „Ég læt strák sem býr á neðri hæðinni fá son minn og ég og bróðir minn byrjum hjartahnoð,” segir hún. Þóranna er sannfærð að um aftöku hafi verið að ræða, ekkert hljóð heyrðist og enginn sást á vettvangi. „Þetta var bara aftaka. Það er enginn meðaljón sem getur gengið að manni og skotið hann níu sinnum.“

„Ég var brjáluð út í Útlendingastofnun“

Angelin Sterkaj hefur nú játað morðið á Armando. Angelin hefur búið hér á landi í um sjö ár en hann hefur verið eftirlýstur í Albaníu um árabil fyrir vopnað rán. Hann er góðkunningi lögreglunnar þar í landi en árið 2012 var hann í hóp manna sem sviptu 62 ára mann heimili sínu og kröfðust þess að fá 5 þúsund evrur, um 800 þúsund í íslenskum krónum, fyrir frelsi hans.

Þóranna segir að það sé rosalega sárt að heyra að fólk fái að vera hér á landi þrátt fyrir að vera eftirlýst annars staðar fyrir mjög alvarlega glæpi. Það er líklega sérstaklega sárt í ljósi þess hve erfitt það var fyrir Armando að fá að búa hér með Þórönnu en þau urðu að giftast svo hann gæti búið hér með Þórönnu.

„Það sem við þurftum að ganga í gegnum til að Armando kæmi til Íslands, það var rosalega erfitt að þurfa ganga í gegnum að þýða alla pappírana. Út af því hann hafði búið á Grikklandi og búið sem krakki í Albaníu, þá þarf hreint sakarvottorð frá báðum stöðum og láta þýða allskonar pappíra svo hann gæti verið á Íslandi. Ég bara skil ekki hvernig annað fólk, eins og þessi maður, fær að koma og vera hér.“

„Það er bara ein ástæða fyrir því að ég er hér“

Í þættinum kemur fram að grunur sé um að Angelin hafi framvísað fölsku sakavottorði þegar hann sótti um dvalarleyfi hér á landi. Þóranna segir að henni finnist rosalega sorglegt að ekki sé hægt að treysta framkvæmdavaldinu á Íslandi. „Við getum ekki treyst því að fólk geti bara komið hérna með dóm á sér og fengið að búa hérna en verið eftirlýst annars staðar. Það er bara ofboðslega sorglegt,“ segir hún.

„Og vitandi að hann hafi verið eftirlýstur líka í heimalandinu, ég bara skil ekki hvernig þetta líðst. Ég bara skil það ekki. Það er ofboðslega sorglegt að vita til þess að ef reglurnar væru kannski réttar á Íslandi þá væru hlutirnir kannski ekki eins og þeir eru, þá hefði þetta jafnvel ekki gerst.“

Þóranna segir að það sé erfitt að beina reiðinni ekki að framkvæmdavaldinu hér á landi. „Það er ofboðslega erfitt að beina ekki reiðinni að því hvernig kerfið okkar virkar og þar af leiðandi væri kannski svona fólk ekki á Íslandi,“ segir hún og bendir á ástæðu þess að hún ræði nú um málið.

„Það er bara ein ástæða fyrir því að ég er hér. Það er bara fyrir það, þetta er ekki rétt og þetta þarf að laga. Ég ætla bara virkilega að vona að þetta veki upp spurningar hjá fleirum en mér að fólk geti ekki gengið hér inn eftir að hafa framið einhverja hrottalega glæpi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknari ákveður á næstu dögum hvort hann ákærir barnsmóður Aziz – Hefur ekki fengið að sjá börnin sín í meira en tvö ár

Héraðssaksóknari ákveður á næstu dögum hvort hann ákærir barnsmóður Aziz – Hefur ekki fengið að sjá börnin sín í meira en tvö ár
Fréttir
Í gær

BYKO dregur úr eigin losun um 19%

BYKO dregur úr eigin losun um 19%
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sena boðar uppistand með grínista sem var sakaður um kynferðisofbeldi – „Er hægt að vera taktlausari?“

Sena boðar uppistand með grínista sem var sakaður um kynferðisofbeldi – „Er hægt að vera taktlausari?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur varð fyrir kynferðisofbeldi og sakar Eirík um að hafa smánað sig – „Þarna upplifði ég það sem margir brotaþolar lenda í“

Hallgrímur varð fyrir kynferðisofbeldi og sakar Eirík um að hafa smánað sig – „Þarna upplifði ég það sem margir brotaþolar lenda í“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Þrjú smit í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðið í Rauðagerði: Kærasta Angjelin á meðal ákærðu

Morðið í Rauðagerði: Kærasta Angjelin á meðal ákærðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjórir ákærðir vegna morðsins í Rauðagerði

Fjórir ákærðir vegna morðsins í Rauðagerði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“