fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Fréttir

Segir af sér vegna afskipta af Samherjaauglýsingunni – „Hún ætti að sjá sóma sinn í að draga gagnrýni sína til baka“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 3. maí 2021 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Einarsson, trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) á Morgunblaðinu, hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Þetta kemur fram á vef Blaðamannafélagsins þar sem yfirlýsing Guðna er birt.

Tilefni afsagnarinnar eru afskipti Blaðamannafélagsins að auglýsingu Samherja sem birtist hjá Morgunblaðinu fyrir nokkru.  Stjórn BÍ lýsti um helgina yfir óánægju með auglýsinguna og sagði hana stíga yfir þá línu sem skilja eigi að auglýsingadeildir og ritstjórnir þar sem auglýsingunin væri ætlað að þvinga fram bann við því að Helgi Seljan fjalli um málefni fyrirtækisins.

BÍ hvatti stjórnendur Morgunbaðsins að hugsa sig um tvisvar áður en þeir birta sambærilega auglýsingnu og hvatti  fjölmiðilinn til að senda fulltrúa á fund hjá BÍ á fimmtudaginn þar sem til umræðu verður siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu auglýsinga í íslenskum miðlum og ábyrgð fjölmiðla.

Guðni er ósammála BÍ í þessum efnum og telur stjórn BÍ brotlega við eigin reglur. Yfirlýsingu hans má lesa í heild sinn hér fyrir neðan:

Til stjórnar Blaðamannafélags Íslands,

Með bréfi þessu segi ég af mér sem trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu. Ástæða þess eru afskipti stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu á mbl.is. Með þeim fer stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk að mínu mati og það hvorki get ég né treysti mér til að verja sem fulltrúi félagsins á mínum vinnustað.

Samkvæmt lögum félagsins er tilgangur þess að gæta „faglegra og stéttarlegra hagsmuna félagsmanna í hvívetna“ (1. gr.). Einnig að „standa vörð um prent- og tjáningarfrelsi“ (1.2 b gr.) og að hafa „áhrif á opinbera stefnu og samfélagslega umræðu um fjölmiðlun og tjáningarfrelsi“ (1.2 d). Síðast en ekki síst: „Að standa vörð um ritstjórnarlegt frelsi og sjálfstæði fjölmiðla“ (1.2 e).

Var stjórnin að gæta hagsmuna allra félagsmanna sinna eða að standa vörð um prent- og tjáningarfrelsi? Var hún að slá skjaldborg um sjálfstæði fjölmiðla? Með ákvörðun sinni tel ég að stjórnin hafi brotið gegn lögum eigin félags. Hún ætti að sjá sóma sinn í að draga gagnrýni sína til baka og að einbeita sér að tilgangi félagsins.

Þegar ég byrjaði í blaðamennsku lærði ég að „Kínamúr“ væri á milli ritstjórnar og auglýsingadeildar. Blaðamenn skiptu sér ekki af auglýsingum og skrifuðu ekki auglýsingaefni og öfugt. Þessi regla hefur almennt gilt á ritstjórnum sem hafa einhvern metnað og sjálfsvirðingu. Telji menn að tilteknar auglýsingar séu meiðandi eða ósannar þá eru leiðir til að taka á því, t.d. fyrir dómstólum.

Ekki þarf að fjölyrða um erfið rekstrarskilyrði allra annarra fjölmiðla en Ríkisútvarpsins, sem árlega fær hátt meðlag frá skattgreiðendum auk þess að vera fyrirferðarmikið á auglýsingamarkaði. Aðrir útgefendur reiða sig að miklu leyti á auglýsingatekjur og sumir á áskriftartekjur að auki. Það að stéttarfélag blaðamanna skipti sér af tekjuöflun einstakra útgefenda er í mínum huga langt fyrir utan verksvið þess.

Virðingarfyllst,

Guðni Einarsson
trúnaðarmaður BÍ á Morgunblaðinu
Reykjavík

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Þrjú smit í gær
Fréttir
Í gær

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi – MYNDIR

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi – MYNDIR
Fréttir
Í gær

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Datt og þríbrotnaði á leiðinni frá eldgosinu – Lýsir mögnuðum náungakærleik Íslendinga og þakkar ókunnugu stúlkunni

Datt og þríbrotnaði á leiðinni frá eldgosinu – Lýsir mögnuðum náungakærleik Íslendinga og þakkar ókunnugu stúlkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm smit og flestir í sóttkví

Fimm smit og flestir í sóttkví