fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Ökuníðingur á áttræðisaldri – 43 km/klst yfir leyfilegum hraða

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 3. maí 2021 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á áttræðisaldri var á dögunum stoppaður af Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir hraðakstur. Maðurinn ók bifreið sinni á 73 km/klst en leyfilegur hámarkshraði var einungis 30 km/klst. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn verður sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði og fær væna sekt upp á 90.000 krónur. Maðurinn er líklegast bólusettur fyrir Covid-19 vegna aldurs en hraðablinda er ekki ein aukaverkana bólusetningar samkvæmt vef Landlæknis.

Ungir ökumenn ollu einnig usla í umdæminu á dögunum en rúmlega tvítugur ökumaður ók eftir Reykjanesbrautinni í Garðabæ á 165 km hraða. Hann var einnig sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði en sektin mun hærri eða 250.000 krónur.

https://www.facebook.com/logreglan/posts/4114746865255497

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga