fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Brotist inn í Vínbúðina við Dalveg – Umferðarslys

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. maí 2021 05:46

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotist var inn í Vínbúðina við Dalveg í Kópavogi og áfengi stolið þaðan eftir því sem segir í tilkynningu frá lögreglunni. Í miðborginni slasaðist ölvaður maður þegar hann ók rafskútu á ljósastaur. Hann var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabifreið. Í Breiðholti slasaðist ökumaður bifhjóls þegar hann ók aftan á bifreið sem var nauðhemlað vegna gæsa sem gengu yfir akbrautina.

Á Austurvelli var kona í annarlegu ástandi til vandræða. Rætt var við hana og lofaði hún að hætta að angra gesti og gangandi.

Maður, sem var í annarlegu ástandi, var handtekinn í miðborginni en hann er grunaður um líkamsárás og vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangaklefa.

Einn ökumaður var handtekinn í Garðabæ en sá er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, að auki reyndist hann vera sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband
Fréttir
Í gær

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit
Fréttir
Í gær

Umboðsmaður barna á móti frumvarpi um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs – Ekkert samráð við börnin sjálf

Umboðsmaður barna á móti frumvarpi um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs – Ekkert samráð við börnin sjálf