fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fréttir

Aðgerðir varðskipsins Þórs vöktu athygli við Reykjavíkurhöfn í morgun

Heimir Hannesson
Mánudaginn 3. maí 2021 13:30

mynd/Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegfarendur ráku eflaust margir upp stór augu þegar við þeim blasi varðskipið Þór í fullum skrúða rétt utan við Sæbraut í Reykjavík í dag. Mátti þar sjá að áhöfn varðskipsins hafði varpað út mengunarvarnabúnað og slöngubát af skipinu auk þess sem dráttarbátur tók þátt í aðgerðunum.

Í samtali við DV segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar að um árlega æfingu á notkun téðs mengunarvarnabúnaðs hafi verið að ræða. Segir hann slíkar æfingar fara þannig fram að 300 metra löng olíuvarnargirðing sé dregin út og olíudælu fleytt út. Þegar varðskipið bregst við olíuslysum dælir skipið olíu sem lekið hefur á haf út inn í tanka um borð í skipinu.

Dráttarbáturinn Leynir tók þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar auk þess sem fulltrúar Samgöngustofu og Landhelgisgæslunnar fylgdust með.

Á myndunum neðst í fréttinni má einmitt sjá umrædda olíudælu, gula á lit og rauða olíuvarnargirðinguna.

Varðskipið Þór er nú eitt á vaktinni á Íslandsmiðum. Ákjósanlegast væri að hafa tvö, segir Ásgeir, en það verður einmitt raunin seinna í vikunni þegar lokið verður við bráðabirgðaviðgerðir á varðskipinu Tý. Týr mun svo standa vaktina með kollega sínum Þór fram á vetur þegar Freyja stimplar sig inn.

Myndir af æfingunni má sjá hér að neðan.

mynd/Landhelgisgæslan
mynd/Landhelgisgæslan
mynd/Landhelgisgæslan
mynd/Landhelgisgæslan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“
Fréttir
Í gær

Tvö smit utan sóttkvíar

Tvö smit utan sóttkvíar
Fréttir
Í gær

Datt og þríbrotnaði á leiðinni frá eldgosinu – Lýsir mögnuðum náungakærleik Íslendinga og þakkar ókunnugu stúlkunni

Datt og þríbrotnaði á leiðinni frá eldgosinu – Lýsir mögnuðum náungakærleik Íslendinga og þakkar ókunnugu stúlkunni
Fréttir
Í gær

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Saga segir sig frá máli Sölva Tryggva – Biðst afsökunar á hlaðvarpinu

Saga segir sig frá máli Sölva Tryggva – Biðst afsökunar á hlaðvarpinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: „Þetta hlýtur að vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar“

Jóhann Páll: „Þetta hlýtur að vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn greindist utan sóttkvíar

Einn greindist utan sóttkvíar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Björn hneykslaður á kynferðismálum Íslendinga og segir siðrof hafa orðið – „Hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélaginu?“

Björn hneykslaður á kynferðismálum Íslendinga og segir siðrof hafa orðið – „Hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélaginu?“