fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Plokkuðu 750 kíló af rusli úr Elliðaárdalnum

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 16. maí 2021 08:31

Mynd/Atli Már Hafsteinsson Birna Bragadóttir og Bjarni Bjarnason forstjóri OR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vorhreinsun Orkuveitu Reykjavíkur fór fram í Elliðaárdalnum í vikunni þegar starfsfólk safnaðist saman og plokkaði rusl úr dalnum. Alls tóku 132 starfsmenn OR þátt í að fegra dalinn en allt rusl sem plokkað var úr dalnum var vigtað áður en það var flokkað og því síðan fargað. Alls voru 751,6 kg týnd úr dalnum á þremur dögum og munar nú um minna.

Hreinsunin í dalnum er liður í fyrsta viðburði Elliðaárstöðvar sem stefnt er á að opni í dalnum síðar árinu. Viðburðurinn ber heitið „Maðurinn í skóginum“ og er hluti af Hönnunarmars þetta árið. Boðið verður upp á skógargöngur í dalnum undir leiðsögn þar sem hönnuðurinn Sóley Þráinsdóttir og hönnunarteymið Stúdíó Flétta kynna hönnunarinnsetningar í skórgarrjóðrum í hólmanum um næstu helgi 22. og 23. maí.

Birna Bragadóttir forstöðukona Elliðaárstöðvar segir ánægjulegt að nú sé búið að hreinsa dalinn og því hægt að taka á móti gestum um næstu helgi. Hún ætlar einmitt að taka á móti fólki með ilmandi Birki-tei og eplum í skógarrjóðri í hólmanum að göngu lokinni.

„Þar er ætlunin að spjalla við fólk og eiga samtal um dalinn okkar og segja frá starfsemi Elliðaárstöðvar. Framkvæmdir eru í fullum gangi og það styttist í að við getum byrjað að taka á móti fólki. Við erum líka afskaplega ánægð með að Elliðaárdalurinn sé nýr áfangastaður Hönnunarmars í borginni. Þetta er allt saman liður í því að tengja dalinn betur við borgina, fá fólk til að hreyfa sig, njóta útivistar og fræðast um veiturnar og þá merkilegu sögu sem liggur í dalnum,“ segir Birna Bragadóttir forstöðukona Elliðaárstöðvar.

Hægt er að kynna sér starfsemi Elliðaárstöðvar og sýninguna „Maðurinn í skóginum“ hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis