fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Ólafur var rekinn í Danmörku í gær: „Þetta hefur allt farið niður á við“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 14:00

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson var rekinn úr starfi sínu hjá Esbjerg í Danmörku í gær. Ólafur tók við liðinu fyrir tæpu ári síðan en mistókst að koma liðinu aftur upp í efstu deild.

Forráðamenn Esbjerg létu Ólaf taka poka sinn í gærkvöldi, skömmu eftir að það var ljóst að félagið kæmist ekik upp.

„Þetta hefur allt farið niður á við eftir góða byrjun, ég veit ekki hvað klikkaði. Kjartan Henry hefur ekki verið heill allt tímabilið, Silkeborg og Vilborg tóku fram úr þeim. Ég veit ekki hvort ég geti ekki bent á eitthvað eitt,“ sagði Ágúst Þór Ágústsson sérfræðingur Dr. Football í þætti dagsins en Ólafur stýrði FH áður en hann tók við Esbjerg.

Hrafnkell Freyr bróðir hans hafði þetat að segja. „Ég heyrði frá mínum manni í Danmörku að þeir væru með gamalt lið sem brann út þegar líða fór á tímabilið, þeir voru farnir að spila mikinn varnarbolta, þeir voru ekki nógu ferskir þegar leið á tímabilið.“

Ágúst veit ekki hvaða skref Ólafur tekur næsta á ferlinum. „Það er góð spurning, ég held að hann komi til Íslands og bíði eftir starfi hérna. Væri ekki Óli fínn að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá liði í Danmörku. Ég gæti séð hann taka smá pásu mögulega.“

Staða yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ er laus í haust og Hrafnkell segir að það starfi gæti hentað Ólafi vel. „Ég held að hann yrði flottur yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ.“

Hjörvar Hafliðason tók þá til máls og hafði þetta að segja. „Það er misskilningur að hann hafi verið með lang mesta budgetið, það er ekki rétt. Esbjerg hefur verið kaos klúbbur, það hefur mikið gengið á. Þetta er eins og ítalskur fótboltaklúbbur í Danmörku, skipta um þjálfara mjög hratt. Á síðustu fimm árum sjö eða átta þjálfarar. Óli er væntanlega að leita sér að liði núna bara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United vill selja en hingað til hefur ekkert félag sýnt áhuga

United vill selja en hingað til hefur ekkert félag sýnt áhuga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“
433Sport
Í gær

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný
433Sport
Í gær

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið