fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fréttir

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 11:30

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 29. apríl síðastliðinn var mikill fjöldi lögreglumanna að störfum í Rauðagerði. Lögregla var að sviðsetja morðið sem þar var framið í febrúar á þessu ári þegar Armando Beqirai var myrtur fyrir utan heimili sitt. Báðir endar götunnar voru lokaðir á meðan.

Greint var frá sviðsetningunni fljótlega eftir að hún fór fram, en ekki var mikið vitað í hverju slík sviðsetning felst. DV hefur nú fengið öruggar heimildir um að Angjelin Mark Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando, hafi tekið þátt í sviðsetningunni. Þá segir heimildamaður DV að Angjelin hafi verið með plastbyssu og sýnt lögreglunni hvað hann gerði á verknaðarstund.

DV ræddi við Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um málið en hann staðfesti að Angjelin hafi verið á svæðinu. „Það hefur komið fram hjá okkur að þarna hafi verið að sviðsetja atburðinn við Rauðagerði. Sakborningurinn var á staðnum, einn sakborninganna.“

Margeir var þá spurður hvort Angjelin hafi verið með plastbyssu í sviðsetningunni. „Já við erum ekki að láta menn fá vopn í svona, það segir sig vonandi sjálft.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skólastjórinn harmar mistök við verðlaunaafhendingu – Á ekki að koma fyrir aftur að börn séu skilin útundan

Skólastjórinn harmar mistök við verðlaunaafhendingu – Á ekki að koma fyrir aftur að börn séu skilin útundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einkennilegur þjófnaður átti sér stað í nótt – Þegar maðurinn kom út var hundurinn horfinn

Einkennilegur þjófnaður átti sér stað í nótt – Þegar maðurinn kom út var hundurinn horfinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan kom að blóðugum vettvangi í Reykjavík – Árásarmaðurinn ætlaði að heimsækja barnsmóðurina en hitti kærasta hennar

Lögreglan kom að blóðugum vettvangi í Reykjavík – Árásarmaðurinn ætlaði að heimsækja barnsmóðurina en hitti kærasta hennar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsliðsstjörnurnar flykkjast á Arnarnesið: Jóhann Berg og Hólmfríður keyptu sögufrægt einbýlishús þar sem ríkisstjórn var mynduð

Landsliðsstjörnurnar flykkjast á Arnarnesið: Jóhann Berg og Hólmfríður keyptu sögufrægt einbýlishús þar sem ríkisstjórn var mynduð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Meindýraeyðir í Öxarfirði ósáttur við Sigga hakkara og hefur haft samband við lögmann

Meindýraeyðir í Öxarfirði ósáttur við Sigga hakkara og hefur haft samband við lögmann
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Bandarískt par keypti penthouse-íbúð við Austurhöfn á 295 milljónir króna

Bandarískt par keypti penthouse-íbúð við Austurhöfn á 295 milljónir króna