fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Fréttir

Dulin skilaboð Gísla Marteins í Vikunni í gær

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 1. maí 2021 10:29

Gísli Marteinn Baldursson. Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það telst yfirleitt ekki til tíðinda að sjónvarpsþáttastjórnendur séu með myndir og bolla á setti í þáttum hjá sér. Nú verður þó gerð undantekning á því en bollinn og myndin sem um ræðir léku lítið aukahlutverk í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV í gær.

Eins og með flestar sögur er best að byrja þessa á byrjuninni. Gísli Marteinn Baldursson, þáttastjórnandi Vikunnar, vakti athygli í síðustu viku þegar hann tjáði sig um breytingar á umferðarhraða í Reykjavík. Gísli fagnaði breytingunum innan Facebook-hóps íbúa í Vesturbæ en færsla Gísla í hópnum vakti ekki mikla gleði hjá öllum sem lásu hana. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, var til að mynda ekki sátt en hún sakaði hann um að brjóta siðareglur RÚV með athugasemdum sínum um breytingarnar.

„Ég er að tjá mig um umferðarhraða í götunni fyrir utan hjá mér. Ég tel að ef starfsmenn RÚV mega ekki lengur taka þátt í foreldrafélagi Melaskóla eða megi ekki lengur berjast fyrir því að hámarkshraði í götunni þeirra sé lækkaður, þá eru menn komnir á ansi miklar villigötur,“ sagði Gísli í samtali við DV eftir ásakanir Vigdísar.

Lesa meira: Gísla Marteini heitt í hamsi eftir ásakanirnar – „Menn komnir á ansi miklar villigötur“

Gísli Marteinn var þó ekki bara búinn að reita Vigdísi til reiði með ummælum sínum um breytingarnar. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifaði pistil í vikunni sem leið þar sem hún hjólaði rakleiðis í Gísla vegna færslunnar og annarra ummæla um borgarmálin. Í pistlinum var Gísli kallaður bæði pjakkur og prinsessa af Mörtu. „Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt,“ sagði Marta í upphafi pistilsins.

Þá fullyrti Marta að Gísla væri í nöp við grasrót Sjálfstæðisflokksins og spurði hvers vegna það væri. Hún svaraði spurningu sinni svo sjálf og kallaði Gísla prinsessu. „Jú. Þú varst ein af prinsessum Sjálfstæðisflokksins og RÚV. En nú ert þú bara prinsessa RÚV. Þú varst frjálshyggjumaður, komst þér í mjúkinn hjá valdamiklum sem og velstæðum sjálfstæðismönnum og vildir verða borgarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, keyptir ómæld gallon af bjór og tonn af pitsum sem þú útdeildir eins og rómverskur keisari – en, en, en þú tapaðir samt í fjölmennasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, fyrr og síðar, fyrir grasrót flokksins í Reykjavík, árið 2006. Þess vegna er þér meinilla við þessa grasrót.“

Lesa meira: Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar Gísla pjakk og prinsessu – „Nú ert þú bara prinsessa RÚV“

Þá er loks komið að bollanum og myndinni sem sagt er frá í upphafi fréttarinnar. Bollinn og myndin sátu á borði við hlið Gísla í þætti gærkvöldsins af vikunni. Við nánari skoðun má sjá að þar eru á ferðinni dulin skilaboð. Á bollanum er nefnilega persónan Pjakkur úr Múmínálfunum vinsælu. Á myndinni má svo sjá fallega mynd af prinsessunni Díönu. Gísli var því með myndmál fyrir bæði pjakk og prinsessu í þættinum í gær. Hér fyrir neðan má sjá skjáskot úr þættinum en bollinn og myndin eru á borðinu við hlið Gísla.

Skjáskot/RÚV
Skjáskot/RÚV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir lögreglu hafa vitað í töluverðan tíma að Anton væri saklaus – „Það er ekki hægt að fá bornar á sig stærri sakir“

Segir lögreglu hafa vitað í töluverðan tíma að Anton væri saklaus – „Það er ekki hægt að fá bornar á sig stærri sakir“
Fréttir
Í gær

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi – MYNDIR

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi – MYNDIR
Fréttir
Í gær

Anton Kristinn ekki ákærður í Rauðagerðismálinu

Anton Kristinn ekki ákærður í Rauðagerðismálinu
Fréttir
Í gær

Nammistríð: Nýjasta útspil Nóa Siríus vekur mikla reiði hjá Góu – „Þetta er bara lélegt“

Nammistríð: Nýjasta útspil Nóa Siríus vekur mikla reiði hjá Góu – „Þetta er bara lélegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Maríjon til Kvis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu