fbpx
Laugardagur 08.maí 2021
Fréttir

Lyfjastofnun skoðar andlát í kjölfar bólusetningar með bóluefni Astra Zeneca

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 16:27

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

73 ára gömul kona lést í kjölfar bólusetningar með bóluefni AstraZeneca í lok mars. Samkvæmt heimildum DV starfaði konan áður við kennslu og var við góða heilsu.

Í frétt mbl.is um málið segir að andlátstilkynningin sé sú sextánda, en sú fyrsta sem tengdist bóluefni AstraZeneca.

Í samtali við DV segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, að nú tæki við skoðun á mögulegu orsakasamhengi, sem væri fastmótað ferli. „Við skoðum mögulegt orsakasamhengi þarna og fáum til þess niðurstöður úr heilbrigðiskerfinu,“ segir Rúna. „Þegar um andlát er að ræða fer það í vissan farveg innan heilbrigðiskerfisins.“ Gögnin sem verða til við rannsókn á andlátinu berast svo til Lyfjastofnunar sem færir þær inn í alþjóðlegan gagnagrunn, svokallaðan lyfjagátargrunn, útskýrir Rúna.

„Við erum búin að tilkynna andlátið inn í grunninn, en svo fara bara meiri upplýsingar inn í grunninn eftir því sem þær berast okkur. Það er allt tilkynnt, þó það sé bara mögulegt.“

Samkvæmt tölfræði Lyfjastofnunar voru einstaklingarnir sextán sem létust í kjölfar bólusetningar á aldursbilinu 70 til yfir 90 ára. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að 634 tilkynningar hafa borist stofnuninni vegna mögulegra aukaverkana í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Af þeim eru flestar vegna AstraZeneca, eða 257 og fæstar vegna lyfs Moderna. Þó skal tekið fram að langflestir hafa hingað til verið bólusettir með bóluefni Pfizer/BioNTech, eins og sjá má á tölfræði af Covid.is hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Greiningargeta á kórónuveirusýnum nálgast þolmörk

Greiningargeta á kórónuveirusýnum nálgast þolmörk
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Aukning á atvinnuþátttöku gæti orðið hröð í sumar

Aukning á atvinnuþátttöku gæti orðið hröð í sumar
Fréttir
Í gær

Vantar betri búnað til að takast á við gróðurelda og þörf á aukinni menntun slökkviliðsmanna

Vantar betri búnað til að takast á við gróðurelda og þörf á aukinni menntun slökkviliðsmanna
Fréttir
Í gær

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári