fbpx
Laugardagur 08.maí 2021
Fréttir

Leita tveggja manna sem eru týndir við gosstöðvarnar – Uppfært: Mennirnir eru fundnir

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 22:18

Frá gossvæðinu. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld til að leita af tveimur göngumönnum sem eru týndir við gosstöðvarnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Sveitir á suðvesturhorninu og úr Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir 22:00 í kvöld. Um er að ræða tvo göngumenn sem eru týndir við gosstöðvarnar á Reykjanesi. Mennirnir náðu sjálfir að hringja í Neyðarlínuna og óska eftir aðstoð þar sem þeir eru villtir.

Þeir hópar björgunarsveitarfólks og lögreglu sem voru á svæðinu hófu strax leit um leið og meiri mannskapur var kallaður út. Í tilkynningunni kemur fram að samband náist við mennina og verið er að afla upplýsinga og skipuleggja frekari leit.

Uppfært:

Mennirnir fundust heilir á húfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aldraður maður barinn til óbóta

Aldraður maður barinn til óbóta