fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fréttir

Ísland á toppnum á enn einum listanum – Nú ekki vegna höfðatölu

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru sú þjóð sem líklegust er til að kvarta undan IKEA-húsgögnum á samfélagsmiðlum. Fréttablaðið greinir frá.

Samkvæmt greiningunni sem gerð var á streitu fólks vegna samsetningar á IKEA-húsgögnum innihalda 64% færslna frá Íslendingum orð sem benda til streitu. Einnig kom fram að íslenskir karlmenn eru líklegri til að skrifa færslur um IKEA-húsgögn en konur líklegri til að kvarta undan þeim.

Aðeins 8% færslna frá Suður-Kóreu sem fjalla um samsetningu IKEA-húsgagna innihalda streituorð og eru þeir neðstir á listanum.

Það eru sófarnir sem eru að valda Íslendingum mestri streitu en þar á eftir koma stórir stofuskápar, náttborð og vöggur. Þjóðin kvartar ekki mikið yfir samsetningu lítilla skápa, hægindastóla og skrifborða.

Íslendingar elska að fara í IKEA og hafa flest allir gerst sekir um það að ganga þar inn með það hugarfar að kaupa aðeins einn hlut en þegar haldið er heim á leið er bílinn yfirfullur af vörum sem IKEA hefur gabbað þig í að kaupa.

Þetta gerist alls ekki óvart heldur er IKEA-búðin sett þannig upp að þú þurfir að ganga í gegnum alla verslunina áður en þú getur yfirgefið hana. Jafnvel þó að þú ætlir einungis að nýta þér veitingastaðinn þá ertu samt neyddur til að ganga fram hjá nánast öllum vörum sem verslunin hefur upp á að bjóða.

Á Íslandi er aðeins ein IKEA-verslun og er hún staðsett að Kauptúni í Garðabæ. Verslunin er í eigu félagsins Hofs og var hagnaður félagsins vegna verslunarinnar 210 milljónir króna á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur
Fréttir
Í gær

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun