fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fréttir

Þetta hafði Svandís að segja eftir að Landsréttur vísaði kæru sóttvarnarlæknis frá – „Þetta er það sem við ætlum að gera fyrst““

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 19:40

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur nú vísað dómi kæru sóttvarnarlæknis um úrskurð Héraðsdóms um skyldudvöl í sóttkvíarhótelinu frá dómi. Þar sem kærunni var vísað frá dómi stendur úrskurður héraðsdóms óhaggaður.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur nú tjáð sig um ákvörðun Landsréttar en hún gerir það í samtali við Fréttablaðið. Hún segir að núna sé hún og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að fara yfir það hvort möguleiki sé að skýra ákveðna þætti í reglugerð á grundvelli gildandi laga.

„Ég vonast til þess að við getum látið þetta taka gildi eins fljótt og hægt er. Við sótt­varna­læknir höfum talað um það að við reynum að ná mark­miðum fyrri ráð­­stafana eins vel og við getum. Svo þarf að leggja mat á það hversu ná­lægt því við komumst. Ég úti­­­loka það ekki að við gætum lagt til að það yrði að fara fram ein­hvers konar breyting á sótt­varna­lögum en fyrst um sinn ætlum að við að fara þessa leið í gegnum reglu­­gerð og fram­­kvæmdina,“ segir heilbrigðisráðherra.

Svandís segir að hún og Þórólfur séu að hugsa hvaða skilyrði það eru sem þurfi að uppfylla til að sóttkví sé kláruð í heimahúsi. Þá séu þau ainnig að skoða hvernig það spilar saman við aðra þætti í sóttvörnunum. „Mark­miðið er að reyna koma í veg fyrir eins og okkur er kostur að það komi smit inn í sam­­fé­lagið. Það mark­mið hefur ekkert farið frá okkur þó að Lands­réttur hafi vísað þessum álita­­málum frá,“ segir hún.

„Þetta er það sem við ætlum að gera fyrst“

Svandís var spurð hvort verið væri að skoða möguleikan á hertu eftirliti með fólki sem tekur út sóttkví í heimahúsi eða þá frekar refsiheimildir fyrir sóttkvíarbrot. Svandís segir að verið sé að reyna að koma í veg fyrir brot á sóttkví með aðgerðunum í reglugerðinni.

„Það er náttúru­­lega mark­miðið að við reynum að búa þannig um fótanna að það séu minni líkur á því að sótt­kví sé rofinn. Því það er það sem er að valda smitunum inn í sam­­fé­lagið og það er það sem var grunnurinn fyrir þessum ráð­­stöfunum sem voru til um­­fjöllunar í héraðs­­dómi.“

Þá segir hún að verið sé að skoða hvernig sé hætt að tryggja það í reglugerð að skilyrðin fyrir heimasóttkví séu strangari og skýrari. Ef ekki sé hægt að fara eftir þeim skilyrðum þurfi fólk þá að vera í sóttvarnarhúsi eins og sóttkvíarhótelinu á Þórunnartúni.

Svandís útilokar ekki að hún muni leggja fram frumvarp sem myndi gera reglugerðarákvæðið sem deilt var um löglegt en hún segir að fyrstu skrefin séu þau sem hún og Þórólfur eru að taka núna með nýju reglugerðina. „Þetta er það sem við ætlum að gera fyrst og sjá hvað við komumst á­­leiðis að þeim mark­miðum að verja al­­menning fyrir frekari smitum,“ segir Svandís en hún vonast til þess að nýja reglugerðin taki gildi á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur
Fréttir
Í gær

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun