fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fréttir

Instagram-síða sýnir gróft ofbeldi íslenskra ungmenna – „Segðu að þú sért tíkin hans“

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Instagram-síðu einni er hægt að sjá fjölda myndbanda af unglingum slást, sumir hverjir með vopn og oftar en ekki margir gerendur að ráðast á einn þolanda. Á síðunni má finna yfir 20 myndbönd af mismunandi slagsmálum.

Flest slagsmálanna fara fram utandyra en sjaldan eru vegfarendur í kring. Á sumum þeirra má sjá hóp af krökkum sem er búinn að safnast upp til að fylgjast með slagsmálunum. Í einu þeirra eru slagsmálin greinilega tekin upp annað hvort inni í grunnskóla eða í félagsmiðstöð.

Slagsmálamyndband tekið innan úr skólabyggingu eða félagsmiðstöð

Það vekur mikla athygli að í mörgum myndbandanna eru þolendur látnir kyssa skó gerenda sinna og er það gert til að niðurlægja þolendurna. Þeir fá ekki að yfirgefa svæðið fyrr en þeir hafa kysst skóna. Í einu myndbandi má einnig sjá geranda láta eins og þolandi sé hundurinn hans og ganga með hann um götur, haldandi í hettuna hans meðan hann skríður á fjórum fótum eftir að aðilinn sem tekur upp myndbandið hafði sagt við hann „Segðu að þú sért tíkin hans“

Gerendur og þolendur ofbeldisins virðast flest allir vera á unglingsaldri, frá 12-18 ára. Það þýðir að þessi slagsmál eru að eiga sér stað hjá börnum í grunnskóla.

Eins og kom fram fyrr í fréttinni þá eru dæmi um að gerendur notist við vopn í árásunum. Í einu þeirra má sjá dreng draga upp staf sem hann notar til að berja fórnarlamb sem liggur á jörðinni. Í því myndbandi, sem er ansi gróft, má sjá sex einstaklinga lemja tvo drengi á meðan aðrir standa og horfa á.

„Lítill hluti þessara mála koma á borð lögreglu“

Marta Kristín Hreiðarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við DV að það séu of mörg dæmi um svipaðar síður á netinu, þótt hún sé ekki með neinar tölfræði sem sýnir fram á fjölda þeirra. Hún segir að fjöldi mála lögreglu sem snúast um ofbeldi milli unglinga séu ekki að aukast en það þýði ekkert endilega að svo sé raunveruleikinn.

„Lítill hluti þessara mála koma á borð lögreglu. Kannanir benda til þess að þetta sé það form áhættuhegðunar sem hefur verið í vexti síðustu ár en það eru ekkert endilega hlutir sem koma inn á okkar borð,“ segir Marta.

Lögreglan fór í átak í sumar vegna þessara síðna sem birta myndbönd af ofbeldi meðal unglinga. Farið var markvíst í að skoða myndböndin á síðunum sem lögreglan komst inn á en mörgum þeirra var læst.

„Við óskuðum eftir því við Instagram að þessum síðum yrði lokað. Þeir skoða alltaf öll þannig erindi og ég held að það sé búið að loka flestum af þeim síðum sem við óskuðum þá eftir,“ segir Marta en Instagram á það einnig til að loka þessum síðum sjálfkrafa þegar um slagsmál er að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Arsenal
Fréttir
Í gær

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur
Fréttir
Í gær

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun