fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Frjókornum hefur fjölgað og ofnæmi aukist hér á landi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 08:00

Ambrósía. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu þrjátíu árum hefur frjókornum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og þau finnast nú fyrr á hverju ári en áður. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Náttúrufræðistofnunar sem telur kornin á fyrrgreindum stöðum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Aukningin er ekki línuleg og miklar sveiflur eru á milli ára, aðallega vegna veðurfars, að sögn Ewu Mariu Przedpelska-Wasowicz, sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Hún sagði að ef horft sé til langs tíma sjáist aukning, aðallega í birkifrjókornum og grasi. „Stundum sjáum við jafn há gildi hér og á meginlandi Evrópu,“ er haft eftir henni.

Hún sagði frjókorn berist hingað til lands áður en íslensku plönturnar blómstra. Þetta séu frjókorn frá Evrópu sem geti borist hingað í miklum mæli. Meðal þessar frjókorna eru korn ambrósíu en þau fundust ekki hér á landi áður fyrr en þau valda miklu ofnæmi.

Frjókorn geta einnig haft áhrif á aðra sjúkdóma, til dæmis öndunarfærasjúkdóma, hjartasjúkdóma og geðsjúkdóma.

Haft er eftir Ewu að megnið af frjókornunum komi frá Akureyri og höfuðborgarsvæðinu þar sem mörg græn svæði eru. Þetta á að hennar sögn sinn þátt í aukningunni sem og aukin skógrækt hér á landi. Aðalástæðan er þó hnattræn hlýnun. „Loftslagið er að breytast, plöntunum að fjölga og þær blómgast fyrr. Áður fyrr hófum við talningar í maí en núna þurfum við að byrja í apríl,“ sagði hún.

Í samtali við Fréttablaðið sagði Davíð Gíslason, ofnæmislæknir, að hann hafi tekið eftir aukningu frjókornaofnæmis síðan hann hóf störf 1977. Hann sagðist telja að um 20% ungs fólks sé með frjókornaofnæmi en í rannsókn, sem var gerð 1990, mældist það 12%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt