fbpx
Laugardagur 17.apríl 2021
Fréttir

Frægir íbúar Grafarvogs taka þátt í pípusölu kirkjunnar

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 12:30

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grafarvogskirkja hefur undanfarin ár safnað fé fyrir nýju orgeli í kirkjuna. Þegar hafa safnast yfir 70 milljónir en betur má ef duga skal, því nýtt orgel kostar, með öllu, um 110 milljónir króna. Þetta kemur fram á heimasíðu kirkjunnar.

Þar segir: „Grafarvogskirkja er ein stærsta og myndarlegasta kirkjubygging landsins. Kirkjan hýsir stærsta söfnuð landsins. Eitt af mikilvægari verkefnum safnaðar, sem á aðsetur sitt í svo myndarlegri kirkju, er að eignast orgel. Að því hefur nú verið unnið jafnt og þétt í á þriðja áratug.“

Orgelið myndi gjörbreyta helgihaldi Grafarvogskirkju og þátttöku hennar í menningarlífi borgarinnar, segir jafnframt á síðunni. „Tónleikalíf hverfisins mun styrkjast til mikilla muna og athafnir allar fá dýpra inntak.“

Kirkjan hefur þegar samið við ungverska orgelsmiði um smíði hljóðfærisins og stefnir hún að því að hægt verði að víga það í september 2021.

Nú hefur kirkjan sett kraft í söfnunina og fer nú nýstárlega leið þar sem hún býður velunnurum Grafarvogskirkju að kaupa sér pípu. Ljóst er að þeir velunnarar eru ekki af síðri sortinni, því á meðal þeirra sem ljáð hafa kirkjunni nafn sitt í auglýsingarskyni eru engir aðrir en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, Jón Karl Ólafsson og Einar Már Guðmundsson rithöfundur. „Rjómi 112,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, nefndarmaður í orgelsjóðsnefnd Grafarvogskirkju.

Pípusalan fer þannig fram að stuðningsmenn átaksins geta „keypt“ sér pípur í margvíslegum stærðum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

„Möguleikar til söfnunar eru miklir í Grafarvogi,“ segir á vefsíðu kirkjunnar. „Í Grafarvogssókn eru nú um sjö þúsund heimili. Hver hjálparhönd og hver gjöf, lítil eða stór, skiptir miklu máli til þess að klára smíði þessa undursamlega hljóðfæris. Gaman er að geta þess, að orgelið er í sögulegu samhengi oft kallað „Drottning allra hljóðfæra.““

Hægt er að taka þátt í söfnuninni á heimasíðu kirkjunnar.

mynd/skjáskot grafarvogskirkja.is

Það var Guðlaugur Þór sem vakti athygli á söfnuninni á Facebook síðu sinni nú í morgun. Sjá má myndbandið og færslu Guðlaugs hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar: Héðinn sýnir hversu ótrúleg breytingin er í Geldingadölum – „Er þetta tekið á sama stað?“

Sjáðu myndirnar: Héðinn sýnir hversu ótrúleg breytingin er í Geldingadölum – „Er þetta tekið á sama stað?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir lögregluna á Akranesi brjóta lög um persónuupplýsingar

Segir lögregluna á Akranesi brjóta lög um persónuupplýsingar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur handtekinn vegna barnaníðs á Spáni – Sagður hafa lokkað börnin til sín með gjöfum

Íslendingur handtekinn vegna barnaníðs á Spáni – Sagður hafa lokkað börnin til sín með gjöfum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn