fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
Fréttir

Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar: Fimmtán manns yfirgáfu sóttvarnarhúsið

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 11:15

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Rögnvaldur Ólafsson fóru yfir stöðuna vegna Covid-19 á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Þórólfur ræddi um úrskurðinn sem féll í héraðsdómi í gær varðandi sóttvarnarhús. Hann segir að í gærkvöldi var öllum sem dvöldu í sóttvarnarhúsi boðið að yfirgefa hótelið og klára sóttkví heima hjá sér. Fimmtán manns af 250 yfirgáfu hótelið en búist er við því að fleiri muni yfirgefa það á næstunni.

Þórólfur segir dóminn vera óheppilegan og að hann vilji að honum verði áfrýjað til Landsréttar. Hann segir að skuli dómurinn standa geti það aukið smit í landinu. Hann skorar á stjórnvöld að tryggja lagalegan grundvöll fyrir sóttvarnarhúsin.

130.000 manns verða bólusettir með Pfizer í lok júní og stefnt er á að klára bólusetningu fyrir byrjun júlímánaðar.

Í gær greindust fjórir manns með Covid-19 smit innanlands en allir þeirra voru í sóttkví við greiningu.

Þórólfur segir að komi ekki lagagrundvöllur til að skikka fólk í sóttvarnarhús nái Ísland ekki almennilegum tökum á Covid-19.

Lyfjastofnun Evrópu gaf það út rétt fyrir fundinn að tengsl hefðu fundist milli AstraZeneca-bóluefnisins og blóðtappa. Þegar Þórólfur var spurður hvort þetta breytti einhverju varðandi bólusetningaráform á Íslandi segir hann að hann eigi eftir að sjá þessa tilkynningu en framhaldinu hagað í samræmi við hana. Skuli blóðtappar einungis sjást hjá ungu fólki breytir það engu í áætlunum en ef eitthvað nýtt kemur fram í eldri aldurshópum verður það skoðað.

Þórólfur hefur ekki skilað inn minnisblaði varðandi tryggingu á lagastoð varðandi þær aðgerðir á landamærunum sem nú síðast var gripið til. Stjórnvöld eru að skoða málið og önnur úrræði.

Rögnvaldur endar síðan fundinn með því að segja að ljóst sé að við eigum nokkra mánuði eftir af þessum faraldri. Förum í sýnatöku og pössum upp á persónulegar smitvarnir.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt