fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Þórólfur kærir til Landsréttar – Nauðungarvistunin þó áfram ólögleg

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 12:30

Farsóttarhús stjórnvalda. mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um ólögmæti nauðungarvistunar ferðamanna í farsóttarhúsi verður kærður til Landsréttar. Þórólfur segir ákvörðunina tekna í samráði við heilbrigðisráðuneytið.

Kæra Þórólfs frestar þó ekki réttaráhrifum úrskurðarins frá því í gær og verður því nauðungarvistunin áfram ólögleg. Gera má ráð fyrir að Landsréttur taki málið til umfjöllunar á allra næstu dögum.

Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna fyrr í morgun að tryggja þyrfti lagagrundvöll fyrir áframhaldandi nauðungarvistunum ferðamanna í farsóttarhúsi og að hann hafi ítrekað það við stjórnvöld. Þá segir hann að afleiðingar úrskurðsins gætu orðið alvarlegar og haft áhrif á framtíðar afléttingu sóttvarnaraðgerða hér á landi. Enginn smitaðist utan sóttkvíar í gær hér á landi og heildarfjöldi fólks í einangrun vegna innanlandssmita undir 100. Hæst fór sá fjöldi í tæplega 1.200 í þriðju bylgjunni svokölluðu.

Farsóttarhúsið verður áfram starfrækt, en fólki er ekki skylt að dvelja þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala