fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fréttir

Katrín segir Alþingi ekki hafa gert mistök – Ekki komið til tals að loka landinu eins og í Nýja-Sjálandi

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 20:03

Katrín Jakobsdóttir. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var greint frá því að Héraðsdómur hafi úrskurðað að það skorti lagastoð fyrir reglugerð heilbrigðisráðherra um að fólk sem komi frá áhættusvæðum skuli dvelja á sóttkvíarhóteli í 5 daga. Biðu margir með eftirvæntingu eftir úrskurðinum enda var vart talað um annað en sóttkvíarhótelið og mögulegt ólögmæti þess um helgina.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var gestur í Kastljósi á RÚV í kvöld og ræddi um úrskurð Héraðsdóms. Katrín var meðal annars spurð hvort Alþingi hafi gert mistök varðandi það að hafa ekki séð til þess að reglugerðin styðjist við lögin. Sóttvarnarlögin voru samþykkt samhljóða í fyrra en Katrín vill ekki meina að Alþingi hafi gert mistök við gerð þeirra. „Þessi reglugerð var sett í þeirri góðu trú að við séum að byggja á lagagrunni,“ segir Katrín og er spurð aftur hvort mistök hafi verið gerð. „Nei, ég vil ekki líta svo á að löggjafinn hafi gert mistök,“ segir hún.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur tjáð sig um úrskurðinn og segist hann hafa áhyggjur af því að úrskurðurinn geti komið sóttvörnum hér á landi í uppnám. Þá hefur hann skorað á ríkisstjórnina að taka á þessu máli sem og hefur verið gert en búið er að kæra úrskurðinn til Landsréttar. Katrín segir í Kastljósi að rætt hafi verið um reglugerðina sem um ræðir í ríkisstjórninni á sínum tíma og að það hafi ekki verið uppi ágreiningur um hana þar.

Katrín segir að nú þurfi að fara yfir það hvort það sé hægt að vinna að sömu framkvæmd með öðrum hætti. „Nú þarf bara að fara yfir þetta allt saman og að sjálfsögðu finnst mér eðlilegt að bíða eftir úrskurði Landsréttar í þessu máli.“

Katrín var þá spurð hvort það ætti að loka landinu og fara að fordæmi þjóða eins og Nýja-Sjálands. Katrín svarar því neitandi og segir að það hafi ekki komið til tals. „Nei það hefur það nú ekki. Eins og ég sagði áðan þá finnst mér fyrirkomulagið okkar á landamærunum vera skilvirkt, fólk hefur getað farið yfir landamærin hér en það hafa verið miklar ráðstafanir til að tryggja að smit berist ekki inn í landið. Þannig ég tel að við höfum náð mjög góðum árangri með það fyrirkomulag,“ segir hún.

„Það hefur verið mikið rætt um að þetta fyrirkomulag og landamærin feli í sér frelsisskerðingu. Það er auðvitað þannig að allar þessar sóttvarnarráðstafnir fela í sér frelsisskerðingu. Við höfum hingað til byggt á því að við höfum treyst fólki, fólk hefur tekið upplýstar ákvarðanir og það er mjög mikilvægt að við höldum áfram að byggja á þeim grunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur
Fréttir
Í gær

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun