fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Minnist bróður síns sem lést eftir líkamsárás um helgina – „Ég var svo stolt af þér yndið mitt“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 18:35

Guðný ásamt bróður sínum, Daníel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel Eiríksson lést í gær á Landspítalanum eftir líkamsárás fyrir utan heimili sitt í Kópavogi. Er andlát hans rannsakað sem manndráp.

Hann var 30 ára gamall og skilur eftir sig sambýliskonu og eitt stjúpbarn.

Fjöldi fólks hefur í dag minnst Daníels á samfélagsmiðlum. Þar á meðal er systir hans, Guðný Sigríður Eiríksdóttir, sem fór fögrum orðum um litla bróður sinn á Facebook í dag. Hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta færslu sína.

„Elsku besti litli bróðir minn. Ég vil ekki trúa að þú sért farinn frá okkur. Þetta er svo ósanngjarnt og óraunverulegt… Þú áttir þetta ekki skilið. Sakna þín svo mikið strax.“

Guðný segir að bróðir hennar hafi verið gríðarlega hjálpsöm manneskja sem hafi þráð að lifa eðlilegu lífi. Hún segir að hann hafi verið klettur fyrir marga undanfarna mánuði.

„Elsku Daníel minn þú máttir ekkert aumt sjá & alltaf varstu tilbúinn til að hjálpa öllum.

Það kom þér stundum í vandræði og þú mættir alltaf ósigrandi til leiks. Þú varst svo hraustur með óteljandi líf! Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu. Hjartað þitt vildi ekki hætta að slá. Þú þráðir svo heitt að lifa eðlilegu lífi elsku Daníel minn og stóðst þig eins og hetja. Þú varst klettur fyrir svo marga síðustu mánuði.

Margir sem sáu ekki sólina fyrir þér. Ég var svo stolt af þér yndið mitt.“

Hún minnist þess hve gott hafi verið að sjá bróður sinn hamingjusaman, en hún segist liggja dofin upp í rúmi og skoða myndir af honum.

„Það var æðislegt að sjá þig svona hamingjusaman og þú blómstraðir með Liljunni þinni.

Þið áttuð svo fallegt samband og voruð algjörar samlokur. Þú varst alltaf til staðar fyrir hana og son hennar.

Ég ligg alveg dofin upp í rúmi og skoða myndir af þér í símanum mínum.

Ó hvað við áttum margar góðar minningar saman. Það var alltaf stutt í grínið þegar við vorum saman. Sakna þess að þurfa skutla þér útum allt, kíkja í lunch og fá okkur kaffibolla. Allar Florida ferðirnar með mömmu & pabba eru efst í huga. Við vorum með svo mörg framtíðar plön saman elsku Daníel minn.

Draumurinn þinn var að verða ríkur business kall.“

Að lokum minnist hún á erfiðleika sem blasa við vegna andlátsins, en segist vera þakklát fyrir kveðjustund sem hún átti. Auk þess segir Guðný að hún muni elska bróður sinn að eilífu.

„Svo erfitt að hugsa til þess að ég muni ekki getað hringt í þig lengur. En ég veit að þú vakir yfir okkur & heyrir í okkur.

Það verður erfiðast í heimi að útskýra fyrir Gabríelu & Benjamín að þú sért farinn upp til himna. Þau munu sakna þín svo mikið. Þau litu svo upp til þín stóri besti uppáhalds frændi

Þú elskaðir þau svo mikið & þau elskuðu þig.

Er svo þakklát fyrir fallegu kveðjustundina sem við áttum með þér.

Hvíldu í friði elsku litli bróðir minn. Elska þig að eilífu.“

Margir hafa minnst Daníels á hjartnæman hátt eftir andlátið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“