fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Henni var kennt um að stífla Suez-skurðinn þrátt fyrir að vera lengst í burtu – Þetta er ástæðan -„Ég var í sjokki“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 14:40

Marwa Elselehdar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vandræði fluttningaskipsins Ever Given í marsmánuði fóru líklega ekki fram hjá mörgum, en skipið var fast í Suez-skurðinum í nánast heila viku. Það varð til þess að skipaumferð í gegnum skurðin stöðvaðist í ansi langan tíma.

Marwa Elselehdar, fyrsti kvenkyns skipstjóri egypta, var kennt um stíflunina, þrátt fyrir að vera í mörghundruð kílómetra fjarlægð. Talið er að ástæðan felist í fordómum og kynjamismunun, en hún tekur undir það. BBC greinir frá þessu.

Á meðan Ever Given var fast í Suez-skurðinum var hin 29 ára gamla Elselehdar að starfa sem fyrsti stýrimaður á vegum egypska ríkisins á skipinu Aida IV, sem var á miðju Rauða hafinu. Hún fór þá að verða vör við orðróma og falsfréttir sem héldu því fram að hún væri í raun ábyrg fyrir stífluninni. Þá ýttu falskir samfélagsmiðlaaðgangar í hennar nafni undir sögusagnirnar.

„Ég var í sjokki. Mér leið eins og ég væri skotmark vegna þess að ég er farsæl kona í þessum bransa, eða vegna þess að ég er egypsk. Ég er ekki viss.“ sagði Elselehdar í samtali við BBC.

Hún greindi einnig frá því að það hefði verið erfitt fyrir hana að komast að í námi vegna kyns síns og að hún hefði fundið fyrir miklum fordómum á námsárum sínum.

40„Fólk í okkar samfélagi er enn ekki búið að samþykkja að konur starfi á sjónum, þar sem þær eru frá fjölskyldu sinni um langa hríð. En þegar þú starfar við það sem þú elskar þá þarftu ekki að fá samþykki frá öllum.“

Marwa Elselehdar óttaðist að orðrómar um aðhild hennar að Suez-krísunni myndu eyðileggja fyrir henni og þeirri baráttu sem hún hefur staðið í. Hún segir þó frá því að hún hafi einnig fundið fyrir miklum stuðningi vegna málsins.

Árið 2017 fékk Elselehdar viðurkenningu frá forseta egypta, Abdel Fattah El-Sisi, á konudeginum þar í landi. Í næsta mánuði mun hún fara í lokapróf til að öðlast full skipstjóraréttindi, og hún vonast til að halda áfram að veita konum innblástur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala